Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 38
276 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrsta verk að aflokinni stórstyrjöld að ráðast á fyr-rverandi sam- herja sinn og vinna á honum þúsund sinnum meira níðingsverk en unnið var á þeim sjálfum með hinni illræmdu árás á Perluhöfn. Menn athugi, að það eru ekki andstæðingar Bandaríkjaauðvaldsins, sem ætla því slíkt illvirki, heldur einmitt vinir þess, fulltrúar hins vestræna lýðræðis á Islandi af tegund þeirra, sem ráða hinum borg- aralega blaðakosti. Og enginn skyldi ætla, að árásin mundi hneyksla þessa fulltrúa hins vestræna lýðræðis, þó að gerð yrði. Þar er reynslan sjálf til vitnis, því að slík árás hefur þegar verið framin, hinn 22. júní 1941, fyrirvaralaus árás án stríðsyfirlýsingar, viður- styggilegasta ódæðisverk veraldarsögunnar. Þeir hneyksluðust ekki þá, þessir fulltrúar hins vestræna lýðræðis, heldur sögðu, drekkum og verum glaðir, og einn fór þegar í stað þannig á sig kominn með fagnaðarerindi í útvarpið, þó að hvort tveggja yrði raunar enda- sleppt, erindið og fögnuðurinn, en annar ritaði í dagblað velþókn- anlegar hugleiðingar um það menningarhlutverk nazismans að út- rýma sósíalismanum í ráðstjórnarríkjum verkamanna, með því að honum reyndist ekki betur gefin spádómsgáfan en góðvildin. En um hina nýju heimsstyrjöld þeirra er það að segja, að íslenzkir auðborgarar og erindrekar þeirra hafa margir hverjir alls ekki far- ið dult með þá ósk sína, von og þrá, að til hennar mætti koma sem allra fyrst, af því að þeir þóttust þess fullvissir, að fyrir tilkomu kjarnorkusprengjunnar mundi auðvaldið reynast sósíalismanum yf- irsterkara í þeim átökum. Yfirleitt hefur kjarnorkusprengjan komið óvenjulegri hræringu á ímyndunarafl þessara góðu borgara. Að hugsa sér, hvað mörgum rússneskum kommúnistum mætti gera skil, þó að ekki væri nema með einni slikri! Og frá þeim degi er borgin Hirosjima var lögð í rústir af hinni vestrænu kjarnorkusprengju, hefur talsverður hluti þeirra lifað í sælli styrjaldarvímu og vonglaðri eftirvæntingu þess, að Bandaríki Norður-Ameríku gripu nú tækifær- ið og hæfu kjarnorkustríð á hendur Rússum, sem hafa að vísu aldrei gert neitt á hluta íslendinga, en hins vegar átt meginþátt í því eigi alls fyrir löngu að bjarga frelsi þeirra sem og fjölmargra annarra þjóða stórra og smárra frá yfirvofandi tortímingu. Þessir áhuga- sömu stríðsmenn eru meira að segja reiðubúnir að leggja hlut í fyrirtækið með því að selja sitt eigið föðurland á leigu, að það

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.