Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Síða 38
276 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrsta verk að aflokinni stórstyrjöld að ráðast á fyr-rverandi sam- herja sinn og vinna á honum þúsund sinnum meira níðingsverk en unnið var á þeim sjálfum með hinni illræmdu árás á Perluhöfn. Menn athugi, að það eru ekki andstæðingar Bandaríkjaauðvaldsins, sem ætla því slíkt illvirki, heldur einmitt vinir þess, fulltrúar hins vestræna lýðræðis á Islandi af tegund þeirra, sem ráða hinum borg- aralega blaðakosti. Og enginn skyldi ætla, að árásin mundi hneyksla þessa fulltrúa hins vestræna lýðræðis, þó að gerð yrði. Þar er reynslan sjálf til vitnis, því að slík árás hefur þegar verið framin, hinn 22. júní 1941, fyrirvaralaus árás án stríðsyfirlýsingar, viður- styggilegasta ódæðisverk veraldarsögunnar. Þeir hneyksluðust ekki þá, þessir fulltrúar hins vestræna lýðræðis, heldur sögðu, drekkum og verum glaðir, og einn fór þegar í stað þannig á sig kominn með fagnaðarerindi í útvarpið, þó að hvort tveggja yrði raunar enda- sleppt, erindið og fögnuðurinn, en annar ritaði í dagblað velþókn- anlegar hugleiðingar um það menningarhlutverk nazismans að út- rýma sósíalismanum í ráðstjórnarríkjum verkamanna, með því að honum reyndist ekki betur gefin spádómsgáfan en góðvildin. En um hina nýju heimsstyrjöld þeirra er það að segja, að íslenzkir auðborgarar og erindrekar þeirra hafa margir hverjir alls ekki far- ið dult með þá ósk sína, von og þrá, að til hennar mætti koma sem allra fyrst, af því að þeir þóttust þess fullvissir, að fyrir tilkomu kjarnorkusprengjunnar mundi auðvaldið reynast sósíalismanum yf- irsterkara í þeim átökum. Yfirleitt hefur kjarnorkusprengjan komið óvenjulegri hræringu á ímyndunarafl þessara góðu borgara. Að hugsa sér, hvað mörgum rússneskum kommúnistum mætti gera skil, þó að ekki væri nema með einni slikri! Og frá þeim degi er borgin Hirosjima var lögð í rústir af hinni vestrænu kjarnorkusprengju, hefur talsverður hluti þeirra lifað í sælli styrjaldarvímu og vonglaðri eftirvæntingu þess, að Bandaríki Norður-Ameríku gripu nú tækifær- ið og hæfu kjarnorkustríð á hendur Rússum, sem hafa að vísu aldrei gert neitt á hluta íslendinga, en hins vegar átt meginþátt í því eigi alls fyrir löngu að bjarga frelsi þeirra sem og fjölmargra annarra þjóða stórra og smárra frá yfirvofandi tortímingu. Þessir áhuga- sömu stríðsmenn eru meira að segja reiðubúnir að leggja hlut í fyrirtækið með því að selja sitt eigið föðurland á leigu, að það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.