Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 41
LÝÐRÆÐI 279 þjóðfélags, sjáum vér stjórnmálaflokka og áróðursgögn borgara- stéttarinnar þrátt fyrir fjálglegt lýðræðisskrum beita lýðréttindum þessum í hinum neikvæða skilningi, það er að segja, misbeita þeim, í hverju því efni, er varðar höfuðatriði þjóðskipulagsmálanna. Þess- ir aðiljar standa því í stjórnmálasiðferðisefnum á sama stigi og 'glæpamaðurinn í persónulegu siðferði. Munurinn er sá, að þar sem þjóðfélagið sviptir glæpamanninn því frelsi, sem hann hefur mis- beitt, af því að liann telst því hættulegur, fá hinir borgaralegu flokkar og áróðursgögn að misbeita sínu pólitíska frelsi óáreitt, af því að umbjóðandi þeirra, yfirstéttin, sem hefur stjórnmálavaldið í höndum, telur sér þessa misbeitingu hins pólitíska frelsis engan veginn hættulega, heldur beinlínis nauðsynlega. Nú er auðvitað ekki því að heilsa, að mannfélaginu sé minni hætta búin af slíkri misbeitingu stjórnmálafrelsisins en misbeitingu glæpamannsins á sínu persónufrelsi. Sannleikurinn er einmitt sá, að þúsund sinnum háskalegri en sameinaður óaldarflokkur allra þeirra sakamanna, sem hegningarlögin hrjóta, eru þeir pólitísku stigamenn, sem hafa gert misbeitingu stjórnmálafrelsisins að köllun sinni og hlutskipti. Vér þurfurn ekki annað en hugleiða þann þátt, sem þessir borgaralýð- ræðislegu óróðursmenn hafa átt í þvílíkum mannkynsplágum sem sigri fasismans í Þýzkalandi og tortímingarför hans um meginhluta Norðurálfu, til að ganga úr skugga um sannleik þessarar staðhæf- ingar, eða íhuga, hversu marga áratugi þeim muni með ósönnum áróðri sínum og andlegu ofbeldi hafa tekizt að seinka komu sósíal- ismans og hvílíkt ofurmagn umflýjanlegrar ógæfu, hörmunga og þjáningar þeir hafi þar með leitt yfir mannkynið. I raun og veru er það mikið vafamál. hvort nokkur flokkur manna á þessari jörð beri þyngri áhyrgð að samanlögðu gagnvart mannkyninu í heild en þessir útsendu þjónar Iyginnar, hinir borgaralegu ritstjórar, blaðamenn og aðrir áróðurspostular auðvaldsskipulagsins. í stjórnmálamenningartilliti er borgaralýðræðisþjóðfélagið enn á steinaldarstigi. Þar er ekkert, er svari til hins lögverndaða per- sónusamfélags nútímamenningar. Þar ríkir hið skefjalausa sið- ferðilega stjórnleysi og andlega ofbeldi. Þar ríkir lögmál frumskóg- arins, að sá skuli ráða, sem sterkari er, raunar ekki beinlínis í klóm og kjafti, heldur að fjármagni og áróðurstólum. Svívirðilegast af

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.