Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 44
282 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR raunverulegt lýðræði verður að koma á stéttlausu, sósíalísku þjóð- félagi. Hið sósíalíska lýðræði, sem því þjóðfélagi tilsvarar, er raunveru- legt. Fyrst og fremst er það, að í sósíalísku skipulagi er í gilcfi fyllsta efnahagslýðræði, sem framkvæmanlegt er vegna afnáms stétta- andstæðnanna. En efnahagslegt lýðræði er í því fólgið, að hin starf- andi þjóð á sjálf og ræður yfir öllum framleiðslutækjum samfé- lagsins og öðrum verðmætum, en ekki fámenn eignastétt. I þjóðfé- lagi sósíalismans verður afnuminn eignarréttur einstaklinga á stór- um framleiðslutækjum, en í staðinn kemur sósíalískur eignarréttur. Hinn sósíalíski eignarréttur getur verið tvenns konar: Fram- leiöslutækin eru annað hvort alþjóðareign ellegar þau eru í eigu samvinnu- og samyrkjufélaga hins starfandi fólks. Landið og jarð- arauðæfin, námur, fossar og verksmiðjur, bankar, samgöngulæki, póstur, sími og útvarp verða ríkiseign, það er eign alþjóðar, þar sem ríkisvaldið verður þá raunverulega i höndum þjóðarinnar allr- ar, en engrar sérstakrar stéttar. Hins vegar geta til dæmis samvinnu- félög sjómanna og samyrkjufélög bænda átt útgerðarfyrirtæki eða samyrkjubú ásamt afrakstri þeirra. Auk þess verður svo auðvilað til séreignarréttur hvers einstaklings á íbúðarhúsi handa sér og fjöl- skyldu sinni ásamt húsmunum og öðrum nauðsynjahlutum, alidýr- um, handiðnaðartækjum og svo framvegis. Engum sósíalista hefur nokkru sinni komið til hugar, að afnema bæri eignarrétt manna til persónulegra nauðsynja. Sósíalisminn mun einmitt tryggja það, að allir menn geti eignazt allar þær persónulegu nauðsynjar, er þeir þarfnast miðaö við kröfur hvers tíma. I þjóðfélagi sósíalismans verða aðeins afnumin skilyrði þess, að einstaklingur geti átt fram- leiðslutæki, er séu þess eðlis, að eigandinn verði að hafa launa- vinnumenn í þjónustu sinni og geti hagnazt af vinnu þeirra. Þar verður með öðrum orðum numið úr gildi allt arðrán manns á manni. Arður þjóðfélagsfrandeiðslunnar skiplist milli þegnanna samkvæmt þessari grundvallarreglu sósíalismans: Menn starji eftir hœfileikum sínum og beri úr býtum eftir starji sínu. En svo himin- hátt sem þessi grundvallarregla er að þjóðfélagslegu réttlæti hafin yfir arðskiptingarlögmál stéttaþjóðfélagsins, þar sem ein stéttin eignar sér arðinn af vinnu annarra stétta, þá mun hún þó, áður

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.