Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 46
284 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ur kvenna og karla. Óhugsandi er, að sósíalískt ríki ástundi nýlendu- kúgun eins og auðvaldsríki nútímans, því að þjóð, sem undirokar aðrar þjóðir, getur ekki sjálf verið frjáls, eins og Karl Marx komst að orði. I sósíalísku þjóðfélagi verða auðvitað í gildi öll þau lýðréttindi, sem lýst er yfir í þjóðfélagi borgaralýðræðisins, hugsunarfrelsi, trú- frelsi, málfrelsi, ritfrelsi, mannfundafrelsi, samtakafrelsi og svo framvegis. En þar sem slík réttindi eru að ýmsu leyti lítið annað en formsatriði í borgaraþjóðfélaginu, svo sem áður er grein fyrir gerð, eru þau í sósíalísku þjóðfélagi fullkominn raunveruleiki. Raunveru- legt málfrelsi, ritfrelsi og svo framvegis er því aðeins í gildi, að þjóðfélagsþegnunum öllum, en ekki aðeins fámennri yfirstétt, sé veittur ótakmarkaður réttur til að koma hugsunum sínum og skoð- unum á framfæri við alþjóð. Til þess að slíkur réttur megi verða raunverulegur, en ekki formsatriði eitt, er nauðsynlegt, að sam- tökurn almennings séu tryggð fyllstu efnahagsskilyrði til að neyta hans. Og hver mundi þess um kominn að svipta samtök almennings þeim skilyrðum í stéttlausu þjóðfélagi, þár sem almenningur sjálfur er hið æðsta vald í raun og sannleika, en ekki aðeins í orði kveðnu ? Hér gerir það gæfumuninn, að þar sem stéttamisréttið er úr sögunni, er þegnunum tryggt það vettvangsjafnrétti, sem er frumskilyrði raunverulegs stjórnmálalýðræðis, en skortir svo gersamlega í þjóð- félagi borgaralýðræðisins. Nauðsynlegt er að athuga í þessu sambandi þá kenningu, að sós- íalismi og lýðræði séu í rauninni tveir hlutir ólíkir, — sósíalismi án lýðræðis geti vel átt sér stað og eins geti verið í gildi raunveru- legt lýðræði án sósíalisma. Slík staðhæfing hvílir vitanlega á þeim herfilega hugtakaruglingi, sem áður hefur verið gerður að umtals- efni, að raunverulegt lýðræði og borgaralýðræði sé eitt og hið sama. Það er rétt, að sósíalismi og borgaralýðræði eru tveir hlutir ólíkir. En sé lýðræðishugtakið skilgreint svo, að um sé að ræða raunveru- legt lýðræði, það er lýðræði, er ekki sé að mestu einskorðað við pólitíska sviðið og þó í aðalatriðum lítið annað en formsatriði jafnvel á því sviði, — sé það látið fela í sér jöfnum höndum efna- hagslegt, pólitískt, félagslegt og menningarlegt jafnræði þjóðfélags- þegnanna, þá er sannleikurinn vitanlega sá, að sósíalismi og lýð-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.