Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 52
290 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að fram kemur alger andstæða sannleikans. Það er til dæmis stað- reynd, að ríkisrekstur er eitt stefnuskráratriði sósíalismans. Áróð- ursmennirnir þurfa nú ekki annað en alhæfa þessa staðreynd, stað- hæfa, að ætlunin sé sú að þrúga allt undir alræði ríkisvaldsins, bæði dautt og lifandi, þannig að enginn maður megi framar um frjálst höfuð strjúka, og þar fram eftir götunum. Sannleikurinn er auð- vitað alveg gagnstæður, sem sé sá, að sósíalistar hafa eingöngu í huga ríkisrekstur á þeim stórfyrirtækjum, sem ekki yrðu rekin með samvinnusniði, þannig að arðurinn af rekstri þeirra yrði dreginn úr höndum séreignarauðvaldsins og tekinn til samfélagsnytja í þeim tilgangi að losa einstaklinginn af klafa auðvaldsáþjánarinnar og skapa hverjum manni fyllstu skilyrði efnalegs og andlegs frelsis. Pg óneilanlega rnætti það vera auðskilið mál, að alræði ríkisvaldsins getur ekki verið nein þjóðfélagshugsjón hinnar sósíalísku stefnu, fyrst þjóðfélagshugsjón hennar er einmitt algert afnám ríkisvaldsins. Þegar því er hgldið fram um sósíalista eða konnnúnista, að þeir séu lýðræðisfjendur og takmark þeirra sé útþurrkun sjálfseðlis manna og einstaklingsfrelsis, þá er slíkt jafnvel ennþá meira öfug- mæli en sú kenning, að fiskurinn hafi fögur hljóð. Sannleikurinn er sá, að lýðræðishugsjónin hefur alla tíð verið innsti kjarni hinnar sósíalísku kenningar og æðsta leiðarstjarna allra raunverulegra sós- íalista og kommúnista. Þótt þeir hafi jafnan gagnrýnt borgaralýð- ræðið óvægilega vegna annmarkanna á því, hafa þeir eigi að síður barizt fyrir löggildíngu þess í löndum, sem voru ekki ennþá komin á það stig stjórnmálaþróunar sinnar (og eins og fyrr segir, er flest hið nýtilega í borgaralýðræðinu einmitt ávöxtur verklýðsbarátt- unnar), en jafnframt sýnt fram á nauðsyn þess að láta ekki þar við sitja, heldur halda lýðræðisbaráttunni áfram með framkvæmd hins sósíalíska lýðræðis að markmiði. Hver sem eitthvað hefur blaðað í ritum þeirra Marx, Engels, Leníns og Stalíns, veit að meginþáttur- inn í stjórnmálastefnu þeirra er einmitt baráttan til eflingar lýðræð- inu, sem nær um síðir hámarki með framkvæmd hins sósíalíska alls- herjarlýðræðis. Þessa þróun lýðræðisins í sambandi við útdauða ríkisvaldsins gerir Lenín að umræðuefni í bók sinni „Ríki og bylting“, þar sem hann segir meðal annars:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.