Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 58
296 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þetta skrifaði Kaj Munk haustið 1942. Þá var ástandið í Dan- mörku þegar orðið alvarlegra. Sá Kaj Munk örlög sín fyrir, eða vai þetta aðeins leikur að orðum? Var ekki ætlun hans að fylla eyðuna, er tækifærið gæfist, með öðru og meiru en þeirri staðreynd, að óboðnu gestirnir hefðu meinað honum að fá sjónleiki sína sýnda? Svarið verður frekast á þá leið, að Kaj Munk óttaðist voveiflega atburði, og skáldið hlaut samkvæmt eðli sínu að gera þetta hugboð sitt dramatískt, verða sjálfur miðdepill þeirrar þróunar, sem hlaut að gerast. Kaj Munk var ekki gæddur yfirnáttúrlegum hæfileikum, til þess skjátlaðist honum of oft. Ilann kunni ekki heldur þá list að sigla milli skers og báru. En hugboð skáldsins átti eftir að rætast. Kaj Munk fæddist 13. jan. 1898 í hinni hlýlegu höfuðborg Lá- lands, Maribo, og var sonur Carls Emanuels Petersens sútara og konu hans, sem var af bændaættum. Kaj litli Petersen varð snemma einstæðingur. Faðir hans varð bráðkvaddur árið eftir að sonurinn fæddist, og móðir hans var berklaveik og dó fjórum árum síðar frá heilsutæpu barninu, og lét eftir sig eignir, sem námu ekki nema um 2000 krónum. Þeir sem sáu um útför hennar voru það forsjálir að hafa eyðu á legsteini foreldranna handa Kaj litla, sem þeir hugðu eiga skammt eftir ólifað. Eftir að Kaj Petersen hafði hrökklazt' um hríð milli ættingja sinna, var honum komið fyrir hjá móðurfrænku sinni Maríu Munk og manni hennar, en þau áttu kotbæ í nánd við Opager. Hjá þeim eignaðist hann bernskuheimili í eiginlegum skilningi. Ættingjar hans voru trúhneigðir. Hin rétta eða „fyrri“ móðir hans, eins og hann nefndi hana sjálfur, var ættuð úr sveitaþorpi, þar sem „guð er ennþá til“, og fór oft með snáðann í kirkju. Hjá barnlausu hjón- unurn í Opager, einkum hjá „síðari“ móður sinni, kynntist Kaj Munk siðavandri trúarstefnu heimatrúboðsmanna, en drengurinn kaus heldur kenningu Grundtvigssinna, sem hann komst í kynni við hjá barnaskólakennaranum, en hann hafði lag á að gæða biblíuna og Danmerkursöguna lífi með skýringum sínum. Kaj litli hliðraði sér meira að segja hjá því að sækja kirkju hjá sóknarpresti heimatrú- boðsmanna, en leitaði heldur til aðstoðarprestsins, sem aðhylltist stefnu Grundtvigs, — að eigin sögn af því að hann hafði snemma samúð með þeim sem mestum mótblæstri sættu. Aðstoðarpresturinn,

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.