Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 60
298 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR á tal við þá á kristilegu stúdentasamkundunni við Nyborg og sótti þá heim í Kaupmannahöfn, las þeim hiklaust ritsmíðar sínar og skeggræddi framtíðaráform sín við þá. Auðvitað gat Kaj Munk ekki stillt sig um að leita uppi Pios for- lag og meira að segja ná tali af Jóhannesi Poulsen, en þegar ljóst varð, hver Harald Cajus var, hafnaði Konunglega leikhúsið leik- ritinu. Þessi atburður aftraði honum þó aðeins í bili frá því að yrkja —- en samt nógu lengi til þess að hann hóf guðfræðinám, og innan skamms komst Kaj Munk inn á braut mikillar þróunar. Á sunnudögum hlustaði hann á Olfert Ricard og aðra forustumenn kirkjunnar, hina dagana sá hann leikrit á Konunglega leikhúsinu og hjá Betty Nansen. I leiklistaráhuga sínum varð hann fyrir mest- um áhrifum af leikriti Strindbergs „Föðurnum“. Hann sá það kvöld eftir kvöld, og við aðdáun hans á Oehlenschláger og Ibsen bættist nú virðing hans fyrir Strindberg. Fyrstu stúdentsárin bjó Kaj Munk í leiguherbergjum, en brátt rann upp sú hátíðlega stund, þegar stud. theol. Kaj Munk fluttist á Garð, en þar sogaðist hann innan skamms inn í káta og óþving- aða lífið innan rauðu múranna, sem hýst hafa af mikilli gestrisni ýmsa beztu syni Danmerkur og íslands. Frá sjónarmiði almennings lifði hann venjulegu lífi utanbæjar- stúdenta, en margoft hafði Kaj Munk ekki komizl hjá því að verða var við, að hann var á sérstakan hátt undir „vernd englanna“, eins og hann komst að orði. En af öllum þeim gæðum, sem guð hafði auðsýnt honum, taldi Kaj Munk fátt mikilsverðara en það, að hann fékk inngöngu í bústað útvaldra á Garði. Kaflarnir urn Garð í ævisögu Kaj Munks eru stórkostlegur lofsöngur lífinu til dýrðar. Enginn danskur prestur hefur nokkurn tíma lýst lífinu á Garði og jafnvel svalli stúdenta af jafmnikilli ást og skilningi og Kaj Munk. Hann varð „hringjari“ á Garði og rækti embætti sitt ineð lífi og sál. Hann kom á fót „sloppkvöldum“, þar sem þjóðkunnir menn stigu í ræðustól. Hann bauð þangað fyrstum I. C. Christensen fyrr- um forsætisráðherra, og djákninn frá Vestur-Jótlandi varð verulega hrifinn af söng Garðbúa. Kaj Munk var gæddur óvenjulegri náðar- gáfu óskammfeilninnar. Hann bauð meira að segja sjálfum konungi að taka þátt í „sloppkvöldi“, og bætti því við í einlægu en barna-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.