Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Síða 67
KAJ MUNK 305 Veiðiferðirnar urðu kærasta skemmtun hans; á þeim horfði hann á drama náttúrunnar. Þrátt fyrir geysileg afköst í gerð leikrita, kvæða, smásagna og blaðagreina, gafst Kaj Munk engu að síður tóm til að stunda prests- skap. Prestsstörfin gengu meira að segja fyrir skáldskapnum. Einu sinni kom Kaj Munk t. d. alveg flatt upp á leikhúsgesti með því að koma ekki á frumsýningu á einu leikrita sinna í Kaupmannahöfn, en ástæðan var sú, að hann vildi ekki fara frá gömlum manni í sókn- inni, sem lá á banasænginni. Það er ekki orðum aukið, að Kaj Munk var vinsæll í sókn sinni. Með kvonfangi sínu — hann giftist bóndadóttur þar úr sveitinni — og með röskri framkomu sinni tókst honum að komast í náin kynni við fálát og dul sóknarbörn sín. Illgjarnar raddir héldu því að vísu fram, að verulegur hluti vinsælda hans stafaði af því, hve hátt útsvar hann greiddi vegna tekna sinna af ritstörfum. Satt er það, að Kaj Munk galt a. m. k. um nokkurt skeið mestan hluta allra útsvara í sveit sinni, og hitt er eins víst, að hann lét engan sóknarbarna sinna fara bónleiðan frá sér. Hann þekkti fátækt af eigin reynd og hjálpaði þar sem hægt var. Kaj Munk var einlægur og ötull prestur. Hann fylgdi ekki neinum ákveðnum trúarflokki, hvorki heimatrúboðinu né Grundtvigssinn- um, en hafði sitt úr hvorri þessari stefnu. Kristin lífsskoðun hans var bjartsýn, og trúin var honum eðlileg og sjálfsögð. Trúfræðing- ur var hann aldrei og hafði mestu óbeit á öllum kreddum. Þjáning og hjálpræði, sigur og ósigur voru honum eðlilegar samstæður. Það er engin tilviljun, að Kaj Munk lætur Krist hvísla þessum orðum að von Beugel biskupi í leikritinu , Han sidder ved Smeltediglen“: „Lofum þeim að drepa okkur á föstudaginn langa, við leikum á þá páskadags morgun“. Þessi setning öðlaöist nýtt líf í frelsisbar- áttu Danmerkur, þegar ungur ættjarðarvinur notaði hana í bréfi til félaga sinna, sem hann skrifaði rétt fyrir aftöku sína til að hugga þá og hvetja, og Kaj Munk fékk henni sjálfur nýtt form í orÖum Grundtvigs í „Egelykke“: „Enginn getur tekiö af sér krók. Leiðin að páskadagsmorgni liggur um föstudaginn langa“. Prédikanir Kaj Munks, sem oft voru óvenju stuttar, höfðu að uppistöðu skýrar og alþýðlegar myndir. Stólræðan var honum að- eins leið til þess að leggja út af orðum guðspjallsins á einföldu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.