Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 71
AGNARR ÞÓRÐARSON: Mikið voðalega á fólldð bágt Hann opnaði fyrir henni framhurðina, og hún lagði súkkulaöi- pakka, tösku og slæðu í sætið, áður en hún steig upp í. — Hvert eigum við þá að fara, spurði hann með nýjan vindil í munninum. — Eitthvað inn fyrir bæ, sagði hún. — Það getur ekki orðið langt, sagði hann. Ég þarf að vera kom- inn aftur klukkan fjögur — og ekki mínútu seinna. Hann var mjög ákveðinn á svipinn. — O, Einar, veðrið er svo gott, andvarpaði frúin þjáningarfull. Og það var satt, veörið var mjög gott. Sterkjusólskin og logn. Nokk- ur léttklædd börn í hvítum sunnudagsfötum léku sér skríkjandi á götunni, þau voru með sand og form og litla pjáturbíla og sippu- band, og voru mjög glöð. — 0, krakkar mínir, kallaöi frúin, passið ykkur fyrir bílunum. Passið ykkur að verða ekki undir þeim. En Einar gaf þeim engan gaum, hann hemlaði frá, og þau runnu af stað. Eiginkonan hallaði sér aftur í sætinu og naut þess að vera komin í bíltúr. Einar myndi líka hafa gott af því, hugsaði hún, að koma svolítið út. Hann unni sér engrar hvíldar. Alltaf áfram, áfram, meira, meira. Aldrei friður til neins. Og nú ætlaði hann enn að bæta einni deildinni við. En til hvers allt þetta? Til hvers? Hvers vegna máttu þau ekki njóta lífsins eins og annað fólk? Þau, sem voru með hæstu útsvars- greiðendum í bænum! Var nokkurt réttlæti í því? En hún vissi af reynslu, að það var ekki til neins að tala um - þetta við Einar. Hann varð bara önugur og leiður og baðaði út höndunum (þessar tilgerðarlegu hreyfingar!), og hún sjálf varð engu nær. Engu nær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.