Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Síða 72
310 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þau brunuðu út úr bænum. Hún sat eins og í leiðslu og horfði fram fyrir sig og sá, hvernig sólin glampaði á svörtum lakkgljáanum á vélskýlinu. Og hún fór að hugsa um húsið þeirra. Hvað henni þótti vænt um það. Einar hafði keypt það fyrir fjórum árum, og síðan höfðu þau látið leggja tíglagólf í öll herbergi. Samt varð það aldrei hluti af henni sjálfri eins og garðUrinn, alveg sama þótt hún byggi þar . mörg ár, alla ævi. Hús voru allt öðru vísi en garðar. Ókunnugir menn, smiðir með krambóleraðar hendur, múrarar með steinryk og sement í hárinu, já og svo einhverjir verkamenn, byggðu húsin, og maður kom bara einn daginn og keypti húsið, útfyllti nokkur blöð, og svo var allt klappað og klárt, og maður var eigandi þess. Og þó átti maður aldr- ei hús. Ekki þannig. Allt öðru máli, fanst henni, gegndi um garðana, þó að garð- yrkjumaður hjálpaði manni svolítið á vorin og skæri kantana. Sum blómin hafði maður sjálfur sett niður og hlúð að og vökvað á kvöldin, og maður sá trén sín vaxa ár frá ári. Það var manns eigið verk. Og garðinn sinn hafði hún sjálf skapað. Fyrir fjórum árum var liann aðeins grænn venjulegur grasblettur, en nú var hann orðinn skrúðgarður með ótal blómum, og eftir nokkur ár gæti maður falið sig í trjánum. Já, kannski var það einmitt vegna garðsins, sem hún hafði svo gaman af að fara upp í sveit, út úr bænum að sjá frjálsa náttúr- una og sveitalífið. Kannski var það — Þau brunuðu áfram. Vegurinn var sléttur og fjaðrirnar í bílnum dúnmjúkar og þægi- legar. — Af hverju segirðu ekki neitt, sagði hún og skáskaut augun- um til eiginmannsins. — Mér datt í hug, sagði hann, að við hefðum átt að senda skeyti út af þessu partíi, sem við fengum seinast. — Já, það, sagði hún dauflega. En heldurðu ekki, Einar, hélt hún áfram, og röddin varð glaðlegri, heldurðu ekki, að það væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.