Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 79
UMSAGNIR UM BÆKUR HÚSFREYJAN Á BESSASTÖÐUM. Bréf Ingi- bjargar Jónsdóttur til bróður síns, Gríms amt- manns. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. HlaðbúS 1946. I bréfum íslenzkra manna og kvenna frá fyrri öldum er fólginn mikill fjár- sjóður heimilda um menningarsögu okkar. Mikinn fjölda þeirra er að finna í söfnum, og er minnst af því prentað og margt með öllu ókannaö. Það er því þarft verk og þakkarvert þegar bréf sem varða merka menn eða hafa almennt gildi á annan hátt eru gefin út á prent. Með útgáfu bréfa þeirra sem hér getur liefur Finnur landsbókavörður Sigmundsson gefið íslenzkum lesendum kost á að kynnast merkilegri konu •— merkilegri fyrir fleiri sakir en þær að hún var móðir Gríms Thomsens — sem gegndi því ábyrgðarstarfi heilan aldarfjórðung að vera liúsmóðir og matselja áhrifamesta heimilis á Islandi, skólans á Bessa- stöðum. Bréfin, sem eru frá árunum 1809—49, eða fram að láti Gríms amtmanns, bregða upp skýrri mynd af Ingibjörgu og lífskjörum hennar, og margt má af þeim ráða um eymdarástand landsins á fyrstu áratugum 19. aldar. Ingibjörg ræðst í að giftast Þorgrími gullsmið, að því er virðist mest til að sjá sér og aldraðri móður sinni farborða, þótt ljóst sé að henni þyki undir niðri vænt um hann. Hún er samt kvíðin um afkomu þeirra, því að bæði voru fátæk. En úr fjárhagnum rættist þó sæmilega, því að Þorgrímur var fjáraflamaður góður. Hins vegar hefur hjónabandið verið fremur gleðisnautt. „Ætíð er Þorgr. mikið þurr við mig, þó komustum við út af því. Eg er hætt að taka mér það nærri, eða réttara sagt, hætt að láta merkja að eg taki mér það nærri. Þó bef eg litla gleði,“ skrifar Ingibjörg eftir fimm ára hjónaband. Við þetta bættist bama- missir, erfitt húsmóðurstarf og að lokum miklar áhyggjur út af Grími syni þeirra hjóna, sem fór að „drabba í skáldskap", eins og móðir hans segir, í stað þess að stunda embættisnám af kappi og alvöru, og var eyðslusamari en þá var títt um íslenzka Hafnarstúdenta. Það er engin furða þótt öll reynsla Ingibjarg- ar, óttinn við örbirgðina og trúin á virðuleg embætti sem æðsta keppikefli, hafi gert henni erfitt að skilja lífsviðhorf sonar síns og skáldadrauma. En hún lætur ekki bugast af neinu mótlæti. Alltaf er hún reiðubúin til að stappa stálinu í Grím bróður sinn, þennan einkennilega ólánssama mann, sem hvorki gat þrifizt í Danmörku né á íslandi, og var íslenzkastur þegar hann var ytra, en talinn dansklundaðri þegar hann var á Islandi. Hún gerir allt sem hún getur til að hjálpa honum í fjárkröggum hans, stundum jafnvel á bak við mann sinn, sem

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.