Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 80
318 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gat þó verið höfðingi, eins og sést t. d. af hjálpsemi hans við Grím eftir hrun- ann á Möðruvöllum. Dómar Ingibjargar um samtíðarmenn eru oft markvissir, eins og þegar hún segir um Sveinbjörn Egilsson að hann sé „einhver sú feilaminnsta manneskja sem ég hef þekkt“, og um stúdentana frá Bessastöðum: „Ekki þætti mér ólík- legt þó sumir þeirra, sem útskrifast hérna frá skólanum, yrðu með tíðinni dálítið góðir fyrir sinn hatt“. Og snemma virðast skapeinkenni Gríms Thomsens hafa komið fram, þar sem Ingibjörg skrifar um hann varla tveggja ára að hann sé „illur og harður". Þó að margt sé í bréfunum um heldur lítilfjörleg efni, þá hefur það líka heimildargildi á sína vísu, a. m. k. um mál og stíl. Stíll Ingibjargar og málfar, þótt nokkuð dönskuskotið sé, ber ósvikin merki íslenzks alþýðumáls, þess máls sem Sveinbjörn Egilsson og Fjölnismenn — heimilismenn Ingibjargar —• lögðu til grundvallar viðreisnarstarfi sínu á sviði íslenzkrar tungu. Utgáfan er prýðilega af hendi leyst. Inngangur útgefanda er stuttur en grein- argóður. Skýringarnar hefðu hins vegar vel mátt vera nokkru ýtarlegri. ]. B. GuSmundur Daníelsson: KVEÐIÐ Á GLUGGA. Ljóð. Isafoldarprentsmiðja. 1946. Guðmundur Daníelsson hóf rithöfundarstarf sitt með ljóðabók sem var ekki óefnileg frumsmíð. Síðan hefur hann gerzt mikilvirkur höfundur á óbundið mál, en birtir nú aftur ljóðabók, að þrettán árum liðnum. Þegar þannig er í pottinn húið, verður höfundur að láta sér lynda að lesandinn ætlist til að finna þroskað skáld sem geri viðfangsefnum sínum full skil og sé laus við smíða- galla viðvaningsins. En í þessari bók brestur mikið á að slíkar vonir rætist. Mörg kvæðanna bera vott um ótvíræða lýriska hæfileika, og skáldinu dettur margt gott í hug. En efnið er ekki nógu vel unnið, kvæðin eru oftast of laus í reipunum, byggingu þeirra ábótavant. Einkum á þetta við um ádeilukvæðin (t. d. kvæðin um Barra- has, Menn, Reipasöng, sem þó er þeirra skást) og þau kvæði sem eiga að vera fyndin (Meðan kvæðið er kveðið, Ljóð). Ádeilan missir marks, fyndnin verð- ur flatneskja. Bezt tekst höfundi þegar hann yrkir algerlega lýrisk kvæði, en ofmjög gætir þar áhrifa frá öðrum skáldum; jafnvel Heine-stælingar, sem of lengi hafa tröllriðið íslenzkum byrjendum á skáldabrautinni, losnar lesandinn ekki við. Skorturinn á vandvirkni og smekkvísi kemur ekki síður í ljós í formgöllum á stuðlun og hrynjandi. í upphafi fyrsta kvæðis bókarinnar réttir skáldið les- andanum þennan löðrung:

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.