Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 158

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 158
148 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sem um sinn virtust með öllu visnað- ar, virðast ætla að fá vaxtarmagn á ný. Lífið kallar, sveitin, móðirin, bræðurn- ir, kotið, uppruninn. Römm er sú taug. Sagan er þrátt fyrir ýmis ólíkindi sönn, enda sýnilega skrifuð af innri þörf og reynslu. Það má kannske segja, að höfundurinn gefi lesendum ekki djúpa innsýn í þjóðlífið, en sál- arh'fslýsing aðalpersónunnar, Brjáns, er þeim mun betur gerð. Hann fær að lifa lífi sínu, án þess að höfundur hefti för hans. Málið er fremur gott, lipurt og látlaust. Stíllinn er hraður og fellur vel að efninu. Prófarkalest- ur mætti vera betri. Helgi J. Halldórsson Sigurður Helgason: Eyrarvatns Anna. Skáldsaga. Fyrri hluti. — Utgefandi: 1 safoldarprent- smiðja h.f., Rvik 1949. Islendingar hafa fram að núlifandi kynslóð nær eingöngu verið bænda- þjóð. Þess vegna er eðlilegt, að skáldin sæki yrkisefni sín í sveitina. En ein- hvem veginn finnst mér, að höfundur þessarar bókar leiti langt yfir skammt að yrkisefni. Þetta er einyrkjasaga, heiðarbýlissaga. Aðalsögupersónumar, Brandur og Anna, flytja úr hús- mennsku á stórbýlinu í sveitinni í heið- ardalinn til að reisa bú á eyðibýli, þar sem Hallvarður föðurbróðir Brands hafði áður búið sem einyrki, en misst konuna án þess að eignast erfingja. Sagnir em um það, að í dalnum hafi áður verið 11 bæir og blómleg byggð frá landnámstíð að svarta dauða. Sög- unni lýkur með því, að Brandur verður úti í eldsókn, en Anna hyggst búa áfram á Eyrarvatni. Þetta er því raun- verulega aðeins inngangur að sögunni um Eyrarvatns Onnu og ekki hægt að segja um, hver framvindan verður. Það er vandasamt að erja þá jörð, sem Jón Trausti og Halldór Kiljan Laxness hafa áður plægt, Trausti með frásagnargleði og 1 jóslifandi og sámm minningum bernskuáranna, en Kiljan með sinni víðu yfirsýn og hárbeittu gagnrýni á galla þjóðfélagsins samfara sterkum og leiftrandi persónulýsingum, enda verður þessi saga öll harla svip- lítil, ef hún er borin saman við Heiðar- býlissögur Trausta og Sjálfstætt fólk Kiljans, og þó sver hún sig greinilega í ætt við þær sögur, sérstaklega Heiðar- býlissögur Trausta. Sagan er ekki árfærð, þ. e. a. s. í henni er ekkert ártal, en ýmsir hlutir gefa þó aldur hennar til kynna. Hún gerist áður en nokkur röskun verður á hinum forna sveitabúskap. Á bak- grunni glvttir í gapastokk og galdra- brennur. Af þessu verður að draga þá ályktun, að sagan gerist, áður en höf- undur hennar fæðist. Hér er því ekki um það að ræða, að höfundur styðjist við minningar sjálfs sín, enda virðist sagan fremur skrifuð af lærdómi og ásetningi en innri þörf. Höfundur þræðir hefðbundin efnisatriði: stórbýli og kot, sauðamenn, útróðrarmenn, rökkursvefn, lestur á vöku og bannfært hrossakjötsát. Ömmusagan verður fremur lærdómur en lifandi saga. Sagan er fremur þurr atburðafrá- sögn en listræn skáldsaga. Hún streym- ir fram hægt og fast án verulegra straumkasta og er að því leyti raun- sönn lýsing á hinu fastmótaða og fá- breytilega sveitalífi síns tíma. Og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.