Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 32
142 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR unz sína móður hann sundur sló, svo hún féll dauð á vengið. Svona er lífið seyrt og kalt. Sá deyr, er annan felldi. Og það, sem að morgni þér var allt, þinn verður bani að kveldi. KVEÐIÐ VIÐ STÓRA STEININN í KVENNASKÁLA er þar hafði staðið lengur en elztu menn mundu um síðustu aldamót. Þó yfir mig leggist elliklungur og orðið sé grátt mitt rauða hár, þú stendur hérna ennþá ungur, eins og þegar ég var smár. 11. sept. 1953, kl. 10,40 f. h. ÞAÐ, SEM ENGINN VEIT Föstudaginn 28. maí 1954 tók rímarinn sér lokagöngu dagsins um Melana vestanverða suður að Einarsstöðum og sömu leið heim og var á göngunni frá kl. 6,36 til 6,53 e. h. Þá sönglaðist meginhluti þessa kvæðis. Daginn eftir bætti hann við það tveimur erindum inni í austurstofunni og skrifaði það niður. Fimmtudaginn 3. júní söng frú Ingibjörg Helga- dóttir lagið, sem rímarinn hafði kompónerað við kvæðið, og dr. Stefán Einarsson skrásetti. Föstudaginn 18. júní kom dálítið skrýtið fyrir. Þá rann það upp fyrir rímaranum, að eiginlega vantaði inngangserindi að kvæðinu, sem svo skyldi endurtaka í kvæðislok. Það útlyppaðist á smá- göngum dagana 20. og 21. júní, tvær síðustu línurnar dálítið erfiðar. Kvæðið virðist vera upplagt til að raula börn í svefn. Það er margt í mannheimi, sem maður enginn veit. Ymislegt í uppheimi, sem ekkert mannsbarn leit.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.