Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 73
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL
183
en því svara esperantistar á þá leið, að einmitt með þolfallinu og beyg-
ingu lýsingarorða sé unnt að ná miklu meira frjálsræði í orðaröð og
stílbrigðum en ella, enda er orðaröðin frjáls og óbundin í esperanto
vegna þessa. Að sjálfsögðu þarf nemandinn að kunna dálítið í almennri
málfræði til þess að geta lært esperanto. Þess þarf við hvaða tungumál
sem er, og reglan um notkun þolfalls í esperanto er í sjálfri sér ákaflega
einföld: Sá, sem verknaður sá, er sögnin segir, kemur fram á eða hefur
áhrif á, er þolandi eða andlag sagnarinnar (verknaðarins), en sá, sem
framkvæmir verknaðinn, nefnist gerandi eða frumlag. Þetta er eitt
undirstöðuatriði almennrar málfræði. Eiginlegt þolfallsandlag eða rök-
réttur þolandi er jafnan í þolfalli í esperanto, t. d.: La knabo vidis la
katon (drengurinn sá köttinn). — Af íslenzku setningunni er ljóst, að
það er drengurinn, sem sér köttinn, en ekki þar með sagt, að kötturinn
sjái drenginn. Þá er drengurinn gerandi (frumlag) og köttinn þolandi
(andlag), og þar með er Ijóst, að í esperanto verður la knabo að vera í
nefnifalli og la katon í þolfalli. Forsetningar í esperanto taka aldrei með
sér annað fall en nefnifall, nema önnur orð í setningunni krefjist þess,
Ef við athugum málið, sjáum við undireins, að skipta má öllum tíma í
þrjá hluta, liðinn tíma (þátíð), yfirstandandi tíma (nútíð) og ókominn
tíma (framtíð), en ekki eru það nema sum mál, sem taka tillit til þessá.
íslenzka til dæmis hefur ekki neina reglulega framtíð. Það sem kallað
er framtíð í íslenzkri málfræði („ég mun kalla“), hefur alltaf einhverja
aukamerkingu, líkindi til einhvers eða þess háttar, en í framtíðar stað
notar íslenzkan nútíð: ég kem á morgun. En í esperanto er þessu þann
veg háttað, að þær sagnir, sem fela í sér framtíð, enda á os, þær sem
merkja nútíð enda á as, og þær sem merkja þátíð enda á is. Ein hjálpar-
sögn er til í esperanto, að vera, esti, og ef menn vilja, má nota hana með
lýsingarhætti germyndar og þolmyndar, en þeir hafa endinguna inta, ita,
anta, ata, og onta, ota (sögnunum raunverulega breytt í lýsingarorð).
Hins vegar er að öllum jafnaði hægt að komast hjá því að nota þessar
orðmyndir, þær gera málið venjulega óþarflega snúið og flestum byrj-
endum hættir um of til að nota þær.
Eins og getið hefur verið sá Zamenhof fljótlega, að einn versti þrösk-
uldur manna við málanám er hinn gífurlegi fjöldi orðstofna í öllum
þjóðtungum. Hann setti því í esperanto fjölda viðskeyta, en nokkur
hafa bætzt við, eftir að málið tók að þroskast við notkunina. Fyrst er á