Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 5
ER GUÐ EKKI MILLJÖRÐUNGUR? \ þessu sumri hafa vorir vísu lands- og borgarfeður verið viljugir að setja sjálfa sig á ■l*- svið — með æmum tilkostnaði — þegnunum til uppbyggingar og dægrastyttingar. En þrátt fyrir öll þau sjónarspil og þau furðuskemmtilegu „númer“ sem þeir hafa framið fyrir opnum tjöldum, hafa trúmálaumræðumar, sem nokkur reykvísk dagblöð með Morgun- blaðið í broddi fylkingar stofnuðu til, borið af hinum dýrari dægrastyttingum. Enda þótt það hafi löngum verið talið til eðliseinkunna Islendinga að vilja ekki flíka trúartilfinningum sínum fremur en öðrum einkamálum, hefur brugðið svo við að blaða- menn ýmsir í Reykjavík hafa undanfarna mánuði varla yrt svo á mann að þeir byrjuðu ekki á að leggja fyrir bann spumingar í þessum dúr: Trúið þér á guð? Haldið þér að ann- að líf sé til? Hélt faðir yðar uppi trúariðkunum á heimili sínu? — og hafi viðtalandinn lent í einhverjum svaðilförum eða lífshættu er spurt: Báðuð þér til guðs á hættustundinni? Eins og við var að búast eru það Rússar sem bera ábyrgð á þessari trúarlegu vakningu blaðamennskunnar. Það hófst með því að merkur gestur frá Sovétríkjunum, frú Fúrtséva menntamálaráðherra, lýsti yfir því að gefnu tilefni að trúarbrögð væru í andstöðu við kenningar kommúnismans. Þetta þótti sumum blaðamönnum mikil fim, og ekki bætti úr skák þegar við bættist að Gagarín geimfari, sem kom hér við nokkru síðar og var undir- eins prófaður í guðrækni, hafði ekki einu sinni beðið til guðs þegar hann var kominn út í geiminn (hafi hann þá komizt það, sem ekki er viðurkennt af öllum reykvískum blöðum). En öllu gamni fylgir nokkur alvara ... Því miður er ekki nema hálft gagn að því að uppgötva guðleysi kommúnismans, ef ekki er hægt jafnframt að auglýsa andkommúnismann, eða kapítalismann, sem guðræknisstofn- un í sjálfum sér. Það gerir Strauss (sbr. síðar í þessu hefti), Adenauer og Franco. Nokk- uð mun þetta hafa vafizt fyrir hlaðamönnunum; og þó einhverjir þeirra gerðu sér lítið fyrir og settu jafnaðarmerki milli andkommúnisma og guðstrúar, þá var það hvorttveggja að prestur einn tók sig óðar til og strikaði út þetta jafnaðarmerki, enda mun hinum gáð- ari höfundum blaðanna vera Ijóst að flokksmenn þeirra eru ekki orðnir nógu þroskaðir margir hverjir til að gerast trúbundnir krossfarar í einu vetfangi. Morgunblaðið lét sér því nægja að veita prestinum sem ekki skildi sinn vitjunartíma þungar ákúrur, sunnudag eftir sunnudag, en höfuðatriði þeirra umvandana var ekki: Gerið yður ljóst að guð er í kapítalismanum, heldur: Minnizt þess, prestar, að djöfullinn er í kommúnismanum, og gleymið því ekki í prédikunum yðar að kommúnisminn er ósam- rimanlegur guðsorði. Um þetta efni hafa prestarnir ekki tekið af skarið, segir Morgun- blaðið, og finnst ritstjórunum að vonum þvílíkt háttemi hneykslanlegt. Samt kunna prest- arnir að eiga sér nokkra afsökun og skal nú bent á eitt atriði sem getur verið nokkur skýr- ing á hiki þeirra. Það má gera ráð fyrir að prestarnir séu öllu betur að sér í sögu kirkjunnar en blaða- mennimir, og þeir fyrrnefndu minnast þess sennilega þó að þeir síðamefndu hafi gleymt því, að fyrir mörgum öldum átti kirkjan við þá erfiðu samvizkuspumingu að stríða hvort kapítalisminn, sem þá var á uppsiglingu, væri samrýnianlegur kristinni trú. Um þetta mál var háð hatrömm og langvinn barátta innan kirkjunnar. Þrátt fyrir að hin kristna megin- regla hefði verið ljós frá upphafi — okur, arðrán, kapítalismi er bannað í guðsorði — og þrátt fyrir harða mótstöðu hinna sanntrúuðu, varð endirinn sá að kirkjan úrskurðaði kapí- 243
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.