Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR baráttu Sósíalistaflokksins og alls þorra almennings. í þeim fáu orðum sem ég segi hér í kvöld mun ég því fyrst og fremst ræða um Efnahags- bandalagið. En áður en ég vík að bandalaginu sjálfu langar mig til þess að minnast á þá röksemd fyrir aðild Islands sem mest er flíkað í stjórnarblöðunum. Þau halda því fram að viðskipti okk- ar séu svo mikil við bandalagslöndin að það geti riðið okkur að fullu efna- hagslega, ef við yrðum utan þeirra háu tollmúra sem Efnahagsbandalag- ið hleður í kringum sig. Meginrök- semdin er þannig sú að við séum til- neydd að ganga í þetta bandalag. En þessi nauðungarrök standast engan veginn. Utflutningur okkar til þeirra landa sem þegar eru í Efnahags- handalaginu nam á síðasta ári 321 milljón króna eða aðeins rúmum 12% af heildarútflutningi okkar. Þessi við- skipti áttum við, þótt við stæðum ut- an bandalagsins, vegna þess að í samningnum um Efnahagsbandalag Evrópu eru ákvæði um tollfrjálsa kvóta á vörutegundum sem bandalag- ið vanhagar um. Þessara ákvæða um tollfrjálsa kvóta munum við njóta ekki síður en aðrir meðan bandalagið skortir fiskafurðir. Þetta atriði sem stjórnarblöðin hafa mest hampað í blekkingarskyni er því næsta einfalt. Meðan bandalagið van- hagar um fisk getum við selt þangað afurðir okkar hér eftir sem hingað til. Komi hinsvegar upp það ástand með aukinni framleiðslu og aðild fleiri ríkja, að bandalagið hafi nægan fisk, er það okkur sízt í hag að binda okk- ur við markað sem er fullur fyrir og þrengja um leið alla sjálfstæða mögu- leika okkar til viðskipta við aðra. Það væri mikil glópska að einblína svo á markað sem í fyrra tók við 12% af heildarútflutningi okkar að við heftum getu okkar til að hagnýta aðra markaði sem tóku við sjöfalt meira magni. En þótt röksemdin um viðskipta- hagsmuni sé höfð á oddinum, er til- gangur bandalagsins margfalt víð- tækari og alvarlegri. Samningurinn sjálfur er ásamt fylgiskjölum hvorki meira né minna en 378 prentaðar síð- ur, þannig að þess er enginn kostur að rekja hann hér til nokkurrar hlít- ar. Hins vegar hefur efnahagsmála- ráðuneyti íslenzku ríkisstjórnarinnar látið trúnaðarmenn sína gera útdrátt úr samningnum og semja um hann ritgerð, og heitir það merka plagg „Skjal F/6“. Ég mun fyrst og fremst styðjast við frásögn þess svo að eng- inn vafi geti leikið á því að skilning- ur íslenzku ríkisstjórnarinnar sé túlk- aður að fullu. Og í þessu plaggi ís- lenzku ríkisstjómarinnar segir svo skýrt og skorinort á bls. 9: „Þó að markmið sjálfra ákvæða Rómarsamn- ingsins séu efnahagslegs eðlis ein- vörðungu, mætti vel halda því fram, að í víðtœkara skilningi séu þau í 249
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.