Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fengizt við sagnfræðirannsóknir um langan aldur. Orðið historia hefur aldrei festst í málinu sem heiti á sagn- fræði, þótt það komi fyrir þegar á 13. öld í þýðingum, samanber Hamborg- ar historía, heldur hefur það hlotið aðra merkingu oftast fremur niðr- andi, t. d. lygahistoría, alls konar historíur, þetta er nú meiri historían. Gætum við talað um söguskoðun á þessum grundvelli, virðast Islending- hafa lagt megináherzlu á frásagnar- listina, en síður á mikilvægi atburð- anna eins og Rómverjar eða vísinda- lega rannsókn á því sem gerðist eins og Grikkir. Frásagnarlist stóð hér með miklum blóma á þjóðveldistím- anum og lengur, eins og kunnugt er og íslendingasögur og aðrar bók- menntir 12. og 13. aldar bera með sér; en þær sanna okkur einnig, að sannfræðin er sagnamönnum ekki að- alatriðið, rannsóknin á því, sem gerð- ist, skiptir þá ekki höfuðmáli, heldur sem bezt frásögn af því, sem gerðist eða hefði getað gerzt. Að vísu eru til vísindalega þenkjandi sagnfræðingar á íslandi á 12. og 13. öld, og meðal þeirra ber Ara fróða og Snorra Sturluson lang hæst, en Snorri er auð- vitað barn síns tíma, og heimildagagn- rýni hans er oftast rökfræðileg, en ekki vísindaleg á okkar tíma mæli- kvarða. Upphaf sagniræðinnar Sagnfræðin í nútímamerkingu orðsins er talin hefjast fyrir um 2400 árum suður í Grikklandi, er Hero- dotos ritaði athuganir sínar á atburð- um, sem höfðu gerzt aðallega í svo- nefndum Persastríðum. En löngu fyr- ir þann tíma höfðu menn í heiðri alls konar sagnir um guðina og forfeður sína, og þær varðveittust í munnlegri geymd frá kynslóð til kynslóðar. Löngu áður en menn lærðu að lesa og skrifa, skemmta þeir sér við sagna- fróðleik eins og okkur er kunnugt um forfeður voru á fyrstu öldum Islands- byggðar. Ari Þorgilsson hinn fróði, sem uppi var um 1100, er talinn faðir íslenzkrar sagnaritunar, en hann og söguritarar 12. og 13. aldar hér á landi ausa í rit sín af brunni munn- legra frásagna alþýðu manna. Þannig hefur þetta verið frá ómunatíð, að menn geyma í minni margs konar sagnir um liðna atburði bæði sann- sögulega og ímyndaða; til hinna sannsögulegu frásagna liggja rætur sagnfræðinnar, en hinir ímynduðu atburðir liggj a utan þess vallar, sem hún haslar sér, og falla aðallega í hlut goðafræði og þjóðsagna. Ef við lít- um á elztu bókmenntir íslenzkar, sjá- um við, að þær greinast mjög ákveð- ið eftir efni í nokkra flokka, sæmi- lga afmarkaða. Elzta ritið er íslend- ingabók Ara fróða. Það er fáorð frá- sögn um helztu landnámsmenn, setn- ingu alþingis og þingaskipan, land- nám á Grænlandi, kristnitöku og bisk- upana ísleif og Gissur. Ritið er hist- \ 260
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.