Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 23
SAGNFRÆÐIN OG ÞRÓUN HENNAR
aria, þ. e. a. s. rannsókn á því, hvað
merkast hafi gerzt á Islandi og hve-
nær þeir atburðir hafi orðið. Það er
eftirtektarvert, að íslendingabók hef-
ur aldrei verið nefnd saga; ritið er
víðast í svo knöppu sniði, að þannig
hafa menn aldrei sagt sögu, en hins
vegar er þar safnað saman í tímaröð
minnisverðum atburðum, með öðrum
orðum atburðum, sem hafa snert líf
þjóðarinnar að meira eða minna
leyti; slíka atburði telur Ari að beri
að skrá i þjóðarsögu. Slíkir atburðir
hafa gerzt með öllum þjóðum og
geymzt í minni um langan aldur, þótt
menn kynnu ekki að færa þá í letur.
Annað rit íslenzkt, sennilega runnið
að stofni frá Ara fróða, er svipaðs
eðlis og hefur aldrei verið nefnt saga,
en það er Landnáma, en hún hefur að
geyma frásagnir af um 400 mönnum,
sem námu hér land. Landnáma er
historia eða rannsókn á því, hver
fyrstur nam land í hverju héraði,
hvaðan hann kom, og hverjir séu
helztu afkomendur hans, auk margs
konar annars fróðleiks. Þegar Land-
náma er skráð, eru tvö til þrjú hundr-
uð ár liðin frá atburðum þeim, sem
þar greinir frá, en þó er ástæðulaust
að ætla, að ritið sé ekki sannfrótt að
mestu leyti. En hvers vegna muna
menn slíkan fróðleik, og hvers vegna
er hann talinn svo merkur, að hann er
festur á bókfell? Þeim spurningum
treysti ég mér illa að svara. Landnám-
ið sjálft er svo mikilvægur atburður,
að hann hlaut að vera íbúum hvers
héraðs minnisstæður um langan ald-
ur, en það eitt nægir ekki til þess að
öllum þessum fróðleik sé safnað í
eina heild á bókfell. En fátt er svo sér-
stætt, að það eigi sér ekki hliðstæðu,
sem geti varpað ljósi á það.
Nýja Sjáland er talið líkjast mjög
íslandi að landslagi, en skammt mun
sú líking ná til skýringa á því, að
Maoriar, sem bjuggu þar, er hvítir
menn komu þangað, á 18. öld, eiga
sér eins konar landnámu. Maoriar
komu frá Tahiti um 1350 og settust að
á Nýja Sjálandi. Maoriar voru menn
mjög ættfróðir, og hjá hverri ættsveit
þeirra voru stórlærðir ættfræðingar,
sem kunnu að rekja ættkvíslir ætt-
sveitarinnar margar aldir aftur allt
til landnámsmanna og jafnvel aftur
til guðanna. Þótt ættartölur þessar
hefjist á goðsögnum í forneskju, er
meginhluti þeirra sagður mjög ná-
kvæmur og áreiðanlegur. Inn í þessar
ættarskrár er fléttað frásögnum af af-
reksverkum forfeðranna og einkum
sögnum um sjóferðina miklu frá Ta-
hiti til Nýja Sjáland, en staða manns
í samfélaginu fór að nokkru eftir því,
hvaða starfi forfaðir hans gegndi á
skipinu, sem flutti landnemana vfir
hafið. Þær forsendur liggja til þess,
að Landnáma Maoria hefur varð-
veitzt í munnlegri geymd um aldarað-
ir. Þar komum við að þeim kjarna
sagnfræðinnar, að hún er nytsöm
fræðigrein og hefur gildi fyrir sam-
261