Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR íélagið. Menn leggja hvorki á sig það erfiði að muna né skrá þann fróðleik, sem er einskis nýtur, enda kafnaði slíkur vísdómur sennilega undir nafni. Meðal Maoria sló hver skips- höfn eign sinni á samfellt landsvæði, sem efndist waka eða skip, og þar hlaut hver tign eftir stöðu sinni á skipinu og gekk hún að erfðum. Ef þeir samfélagshættir hefðu ekki tíðk- azt, ættu Maoriar sér enga landnámu. Sagan er skilgetið afkvæmi samfé- lagsins. Eftir því sem samfélög manna eru einfaldari og frumstæðari, er söguerfð þeirra fátækari að innihaldi, en hins vegar vex hún að magni og virðingu með þróun þjóðfélagsins. Mannkynið hefur búið á þessari jörð um eina milljón ára. Meginhluta þess tíma hefur samfélagsskipan þess verið frumstæð og söguleg reynsla fá- brotin. Það er fyrst á svonefndri hetjuöld í sögu þjóða, að samfélags- skipan þeirra verður margslungnari, og ríkar arfsagnir verða til. Slíkt skeið lifa Grikkir, er Hómerskviðurn- ar verða til, Germanskar þjóðir á þjóðflutningatímanum, Norðurlanda- þjóðir á víkingaöld, Maoriar á land- námsöld sinni á Nýja Sjálandi, ýms- ar Indíánaþjóðir um það leyti, sem hvítir menn finna Ameríku o. s. frv. Islendinga eiga sitt hetjualdarskeið á landnáms- og söguöld, og það er sér- kennilegt að því leyti, að hér úti fest- ir bókleg menning rætur í hálffor- sögulegu samfélagi. Áður en ritöld hófst hér á landi, lögðu íslendingar stund á margvísleg fræði, ættfræðin var snar þáttur í samfélagsskipan þeirra og því í heiðri höfð eins og sést af Landnámu, en þeir bjuggu einnig í allskipulegu samfélagi, háðu þing og hlíttu réttarreglum eða lög- um og gerðu jafnvel samninga við er- lenda konunga. Allan þennan fróðleik kunnu þeir, en þar að auki ortu þeir kvæði um guði og menn og sögðu sögur um forfeður sína. Á sama hátt hafa ýmsar ólæsar þjóðir varðveitt mikinn sögufróðleik um atburði, sem þær telja minnisverða. Ýmsir þjóð- flokkar Indíána héldu í heiðri minn- ingum um styrjaldir, samninga, sér- staklega góða veiði, hungur og stór- hátíðir. Allur slíkur fróðleikur er hagnýtur fyrir einstaklinga, því að álit manna í samfélaginu hvílir að nokkru að fomu og nýju á afrekum, sem þeir vinna og forfeður þeirra hafa unnið, en meðal frumstæðra þjóða vinna menn helzt afrek í styrj- öldum, við veiðar, með fjölkynngi og jafnvel með örlæti, hjálpfýsi og drengskap, eins og við höfum ærin dæmi um í íslenzkum fornsögum. En þar að auki eru furðuverkafrásagnir og afrekssögur vinsælar, þótt þær séu ekki persónubundnar. Slíkar arfsagn- ir birtast okkur einkum í Fornaldar- sögum Norðurlanda, sem sumar hafa að geyma forn minni, sem varðveitzt höfðu í munnlegri geymd frá því fyrir ritöld. En þar með er ekki allt talið. 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.