Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
íélagið. Menn leggja hvorki á sig það
erfiði að muna né skrá þann fróðleik,
sem er einskis nýtur, enda kafnaði
slíkur vísdómur sennilega undir
nafni. Meðal Maoria sló hver skips-
höfn eign sinni á samfellt landsvæði,
sem efndist waka eða skip, og þar
hlaut hver tign eftir stöðu sinni á
skipinu og gekk hún að erfðum. Ef
þeir samfélagshættir hefðu ekki tíðk-
azt, ættu Maoriar sér enga landnámu.
Sagan er skilgetið afkvæmi samfé-
lagsins. Eftir því sem samfélög manna
eru einfaldari og frumstæðari, er
söguerfð þeirra fátækari að innihaldi,
en hins vegar vex hún að magni og
virðingu með þróun þjóðfélagsins.
Mannkynið hefur búið á þessari
jörð um eina milljón ára. Meginhluta
þess tíma hefur samfélagsskipan þess
verið frumstæð og söguleg reynsla fá-
brotin. Það er fyrst á svonefndri
hetjuöld í sögu þjóða, að samfélags-
skipan þeirra verður margslungnari,
og ríkar arfsagnir verða til. Slíkt
skeið lifa Grikkir, er Hómerskviðurn-
ar verða til, Germanskar þjóðir á
þjóðflutningatímanum, Norðurlanda-
þjóðir á víkingaöld, Maoriar á land-
námsöld sinni á Nýja Sjálandi, ýms-
ar Indíánaþjóðir um það leyti, sem
hvítir menn finna Ameríku o. s. frv.
Islendinga eiga sitt hetjualdarskeið á
landnáms- og söguöld, og það er sér-
kennilegt að því leyti, að hér úti fest-
ir bókleg menning rætur í hálffor-
sögulegu samfélagi. Áður en ritöld
hófst hér á landi, lögðu íslendingar
stund á margvísleg fræði, ættfræðin
var snar þáttur í samfélagsskipan
þeirra og því í heiðri höfð eins og
sést af Landnámu, en þeir bjuggu
einnig í allskipulegu samfélagi, háðu
þing og hlíttu réttarreglum eða lög-
um og gerðu jafnvel samninga við er-
lenda konunga. Allan þennan fróðleik
kunnu þeir, en þar að auki ortu þeir
kvæði um guði og menn og sögðu
sögur um forfeður sína. Á sama hátt
hafa ýmsar ólæsar þjóðir varðveitt
mikinn sögufróðleik um atburði, sem
þær telja minnisverða. Ýmsir þjóð-
flokkar Indíána héldu í heiðri minn-
ingum um styrjaldir, samninga, sér-
staklega góða veiði, hungur og stór-
hátíðir. Allur slíkur fróðleikur er
hagnýtur fyrir einstaklinga, því að
álit manna í samfélaginu hvílir að
nokkru að fomu og nýju á afrekum,
sem þeir vinna og forfeður þeirra
hafa unnið, en meðal frumstæðra
þjóða vinna menn helzt afrek í styrj-
öldum, við veiðar, með fjölkynngi og
jafnvel með örlæti, hjálpfýsi og
drengskap, eins og við höfum ærin
dæmi um í íslenzkum fornsögum. En
þar að auki eru furðuverkafrásagnir
og afrekssögur vinsælar, þótt þær séu
ekki persónubundnar. Slíkar arfsagn-
ir birtast okkur einkum í Fornaldar-
sögum Norðurlanda, sem sumar hafa
að geyma forn minni, sem varðveitzt
höfðu í munnlegri geymd frá því fyrir
ritöld. En þar með er ekki allt talið.
262