Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 35
SAGNFRÆÐIN OG ÞROUN HENNAR
orðið að takmarka útgáfuna við smá-
hefti á ári hverju. Nú er jafnvel sú út-
gáfa orðin þeim ofraun. Utgáfa frum-
heimilda er grundvöllur allra sagn-
fræðirannsókna, en á síðustu áratug-
um hefur sú starfsemi á íslandi
strandað á skeri fjárskorts.
í sumar varð Háskóli íslands hálfr-
ar aldar gamall. í haust verður tals-
vert um dýrðir við þá stofnun, veizlu-
höld og hátíðaræður. Um þær mund-
ir gerist sá táknræni atburður, að há-
skólinn opnar mikla kvikmyndahöll á
Melunum. Við eigum ágæta jarð-
fræðinga, sem hafa getið sér alþjóð-
legan orðstír, en íslenzkum náttúru-
gripum er raðað í kassa, og háskól-
inn reisir bíó. Jarðfræðistofnun er
engin til hér á landi. Drottinn rekur
hér opinbera tilraunastöð í landa-
sköpun, en vísindamenn eiga senni-
lega að horfa á kvikmyndir. Menn-
ingarsjóður gefur út á annan tug
bóka á ári, að miklu leyti skáldsögur
og ferðabækur. Meðal árlegra bóka
hans er aðeins eitt 10 arka vísindarit,
Islenzk tunga, og útgáfa íslenzkra
heimildarrita er dottin upp fyrir.
Sérhver þjóð lifir ekki að öllu leyti
á líðandi stund, heldur að nokkru í
fortíð og á fortíð sinni. Hún losnar
ekki við það, þótt hún hætti að sinna
þjóðarsögunni. Núlifandi kynslóðir
íslands eru að reisa sér níðstengur,
sem því miður munu standa ókomn-
um kynslóðum til angurs og sorgar.
Ein rís í Skálholti, önnur á Skóla-
vörðuhæð, þriðja stendur í gamla
kirkjugarðinum. Það mun fyrnast
yfir afrek háskólans á 50 ára afmæl-
inu, þegar fram líða stundir. Há-
skólaráði hefur verið sá vandi á hönd-
um að gefa Melabíóinu nafn. Til-
fyndnum manni datt í hug að nefna
það Sögu, en kaupsýslumaður varð
að sögn fyrri til og helgaði veitinga-
húsi Bændahallarinnar nafnið. Nú
eru góð ráð' dýr, en yfir dyrunum
ætti að standa gullnu letri: Sagnjrœði-
og jarðfrceðistofnun íslands.
A síðustu áratugum hafa ýmsir ís-
lendingar unnið ágætt starf við rann-
sóknir íslenzkrar sögu. Saga íslend-
inga, sem Menningarsjóður gefur út,
sýnir þó gleggst, á hvaða stigi íslenzk
sagnfræði stendur í dag. Þar er hvorki
hægt að finna frásagnarhefð né sögu-
skoðun.
Rvík 20. sept. 1961
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
273
18