Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ar við getum hyllt með nafni þau
hundruð manna og kvenna sem hafa
unnið í skugganum, en án þeirra
hefði okkar litli forustuhópur aldrei
megnað að gera neitt.
II
Sumir hugsuðir dagblaða eða viku-
blaða hafa þótzt sjá í mér „kreddu-
meistara“ hjálparsamtakanna. Málið
er hinsvegar þannig vaxið, að raun-
veruleg aðstoð við Alsírmenn var mér
fyrst og fremst eina hugsanlega af-
staðan, einmitt þar sem leiðtogar
vinstrimanna voru ekki lengur annað
en kreddumeistarar er lögðu sig í
framkróka með að hylja Alsírvanda-
málið bak við kenningar sem þeir
fyrirhuguðu ekki einu sinni lengur að
gera einhverntíma að raunveruleika.
Því aldrei hefur skort meginreglur
hjá þessum vinstrimönnum, hvorki á
sviði sósíalisma né kristni; þar var til
staðar hinn ósveigjanlegi marxismi
og hinn algeri kærleikur; því miður
var það ekki nema hugmyndalega.
Vitaskuld á ég hér við vinstristefnu
þá sem haldið er á loft fyrir almenn-
ingi: stefnu forustumannanna, leið-
toganna og nánar tiltekið „flokksvél-
anna“. En nauðsyn daglegra starfa
færði okkur skjótlega heim sanninn
um það, að ástandið undir niðri, „við
ræturnar“, var engan veginn sama og
„uppi á tindunum“. Eftir reynslu okk-
ar á síðustu þremur árum getum við
1 Þann dag hófst uppreisnin í Alsír.
dregið þá ályktun, að þótt seinlega
hafi gengið að skrá menn til þátttöku
í samtökunum, hefur það ekki stafað
af skorti á mönnum, sem reiðubúnir
væru að láta skrá sig, heldur af erfið-
leikunum við að finna þá og ná til
þeirra, og hef ég þá í huga lágmarks-
öryggisskilyrði, svo og þau aðkall-
andi mál sem við höfum stöðugt orð-
ið að sinna, þannig að við höfum ver-
ið of hlaðin störfum til að geta hafið
verulegt útbreiðsluátak.
Ég hef sagt hér að framan, að verk-
efni okkar var að hrinda í fram-
kvæmd grundvallaratriðum þeim sem
franskir vinstri menn héldu á loft —
bæði kommúnistar og ekki kommún-
istar. En á vissan hátt verður þessi
skýrgreining á starfi okkar helzti ó-
hlutlæg: ég á við það, að hinar raun-
verulegu hvatir koma ekki fram og
eru ekki meðvitaðar í svo afmörkuðu
formi.
Þar hefur vitaskuld verið um að
ræða gífurlegan fáránleik og tíma-
villu þessa stríðs, sem var fyrirfram
tapað og menn mundu einhverntíma
verða að afneita opinberlega einsog
orðið hafði að afneita opinberlega
stríðinu gegn Vietnamstjórninni. Þar
var sömuleiðis um að ræða glæpsam-
lega þrjózku afturhaldsaflanna, sem
löngu fyrir fyrsta nóvember 19541
höfðu safnað saman í Alsír ótakmörk-
uðum efnivið í lokasprenginguna:
einkum í hinum villimannlegu stór-
273