Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR flestir forustumenn vinstri aflanna eru), og vegna vanmáttarkenndar, af því við vorum ekki öreigar, höfðum við meiri eða minni tilhneigingu til að hugsa sem svo, að eina þjóðfélags- lega hlutverk okkar væri að þýða og að enduróma óskir fjöldans eftir því sem þær kæmu fram. Þegar 600 her- menn hindruðu lestina sína í að fara af stað með því að hringja neyðar- bjöllunni, 6. október 1955, þá gáfum við okkur tima til að spyrja sjálfa okkur hvort raunverulega væri um fjöldahreyfingu að ræða. Og sjálf- sagt var það ekki, en spumingin var fráleit. Því fjöldinn hreyfir sig aldrei sjálfkrafa. Það, sem þessir ungu Frakkar færðu okkur „á bakka“, var vísbending um djúprœtta tilhneigingu í brjósti fjöldans. Það var það eina, sem við gátum vænzt, og það var tækifæri handa okkur til að hrinda af stað raunverulegri fjöldahreyfingu. En við skildum það of seint, og það varð að byrja allt upp aftur. Á því örðuga tímabili sem í hönd fór og einkenndist af skelfilegum von- brigðum æskumannanna, vonbrigð- um, sem urðu enn sárari við svik Guy Mollet (6. febrúar 1956).1 hitti ég stundum unga menn sem báru vanda- 1 Guy Mollet, íormaður sósíaldemókrata- flokks Frakklands, sem þá var forsætisráð- herra, guggnaði þann dag fyrir hótunum hægriæsingamanna í Alsír. Upp frá þeim degi varð hann í rauninni bandingi hersins og fasistaaflanna. — Þýð. mál sín upp við mig. í hartnær þrjú ár (þar til vorið 1959), hliðraði ég mér hjá að gefa þeim nokkurt ráð. Til þess lágu tvær ástæður. Það var ekki lengur grundvöllur fyrir slík ráð; og í öðru lagi var þetta ekki mitt vanda- mál. Þar á ég við, að ég var ekki í sömu aðstöðu og þeir: ég var ekki lengur á herskyldualdri, ég var því ekki þess umkominn að ráðleggja þeim að taka á sig áhættu sem ég var óhultur fyrir sjálfur. í febrúar eða marz 1956 kom ó- kunnur ungur maður, á að gizka um tvítugt, inn í herbergið sem ég deildi með ungum manni frá Alsír á heilsu- hælinu í Villiers-sur-Marne: hann kom til að biðja mig að halda ræðu um Alsírstríðið fyrir hóp af ung- mennum í Metz. Ég benti honum með handahreyfingu á það í hvers konar stofnun við værum staddir: en hann svaraði því til, að hann vissi það, en ef ég vildi, fyndi ég áreiðanlega ráð til að komast. Nokkrum dögum síðar, þegar ég hafði komizt „gegnum múr- inn“ og tekið lestina til Metz, var ég umkringdur af um hundrað ungum mönnum, sem létu sér ekki nægja að hafa hlustað á hálfs annars tíma fyr- irlestur, en héldu mér síðan í tveggja tíma yfirheyrslu. Mjög fljótlega vék einn þeirra að mér þeirri spurningu, hvort hann ætti að fallast á að fara til Alsír: „Því get ég ekki svarað,“ sagði ég. Tuttugu mínútum síðar pundaði hann aftur á mig spurning- 284
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.