Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
vinstriöflunum velkunnugt um. Því
þau hafa alltaf verið jafn skarp-
skyggn, enda þótt skarpskyggni þeirra
hafi sjaldnast leitt til athafna. Sumir
börðu sér á brjóst og sögðust ekki
gera það sem þeim hefði borið að
gera; en geta menn sem eru fúsir til
að iðrast og fljótir að lýsa sig seka
orðið hæfari fyrir það til að taka á
sig þá ábyrgð sem þeim ber? Aðrir
mynduðust við að gagnrýna sjálfa
sig, en skelltu síðan skuldinni fljót-
lega á alþýðuna: þeir voru ósannir
marxistar og sannir pósitívistar og
kenndu henni um ávirðingar sjálfra
sín ...
Þannig skýrist orðhengilshátturinn
sem fram kemur í dómum vinstri-
manna um byltinguna í Alsír. Alsír-
búar kölluðu sig þióðernissinna og
sögðust ekki vera marxistar, þeir báru
sér ekki í munn nein lykilorð sósíal-
ismans. Þar með var málið lagt til
hliðar. Lifandi sósíalismi, starfandi
marxistar hefðu ekki farið þannig að,
því þeir hefðu ekki þurft annað til að
glöggva sig en bera fram nokkrar
beinskeyttar spurningar, og rannsaka
staðreyndirnar ekki út frá kenningu
sem er storknuð í hugtökum, ekki
samkvæmt neinni skólaspeki, heldur
með hugann við starf mannanna sem
er andsvar við ytri nauðsyn.
Þá hefðu þeir fljótlega uppgötvað
a) að athafnir Alsírbúa voru vissu-
lega í tengslum við þarfir þeirra:
þegar þjóð heldur til streitu baráttu
sem bakar henni aðrar eins þjáning-
ar, þá er óhætt að trúa því að það er
ekki af tilviljun eða stundaræsingu,
heldur af því að hún hefur fundið að
það er henni lífsnauðsyn;
b) að þjóðernisstefnan og krafan
um sjálfstæði var frumþörf og eina
færa leiðin fyrir þjóð sem hafði ver-
ið kúguð sem stétt og sem þjóð,hvort-
tveggja í senn;
c) að efnahagsástandið í Alsír rétt-
lætti ekki aðeins eindregna andstöðu
Alsírbúa gegn nýlenduvaldinu, held-
ur neyddi þá ennfremur til að semja
hugmyndir sínar um uppbyggingu
landsins að ákveðinni áætlun og á-
kveðnu þjóðskipulagi.
Nú er hið þjóðlega tímabil bylting-
arinnar á enda, þjóðin hefur fundið
sjálfa sig, og hún veit að sjálfstæðið
er aðeins áfangi á lengri leið. Og hún
er þegar farin að hugsa um næsta
tímabil: tímabil hinna félagslegu
markmiða byltingarinnar.
Hvernig kæmist hún hjá að íhuga
það? Þar er um dauðann eða lífið að
tefla. Hún mun aldrei fá erlendis
(hvorki frá Frakklandi né öðrum
löndum) þær fjárupphæðir sem gerðu
henni kleift að leysa hin efnahags-
legu vandamál tilveru sinnar: hún
hlýtur því að búast til að leysa þau
með vinnu sinni.
En það þýðir að hún mun ekki
sætta sig við neitt hálfkák, við neinn
milliveg. Lengi hafa menn haft á-
hyggjur út af „óbilgirni“ Þjóðfrels-
X
288