Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Keðjulaus; hugsar hann. Þetta er auðsýnilega nýskeð, þvi fersk hjólför glitra á hrímuðu malbikinu. Og hann fikrar sig niður brattan kantinn. Til að sjá betur. Undan bílhúsinu stendur handleggur. Höndin er sinaber og fingurnir glenntir og hálfkrepptir. Annar maður með brotið höfuð er undir bílnum upp undir axlir. Blóð hefur runnið úr honum og étið sig ofan í svellið, en er nú að byrja að frjósa utanmeð. Þá varð honum illt og lengi á eftir þorði hann ekki að vera einn ... Hann er hrœddur við dauðar manneskjur. En ekki núna. Líklega er það af því það hefur aldrei verið lifandi. Eða kanski af því hann fer að hugsa um atburði gærdagsins og þeir renna hjá eins og á milli barnsins og hans ... Hann situr eins og illa gerður hlutur útí horni og á eldavélinni kraumar vatn í stórum potti. Fólkið hleypur inn og út og honum finnst hann vera fyrir því. Einhvers staðar innan úr húsinu berast óljósar stunur. Þá biður einhver um heitt vatn í fötu og kalt í aðra: Flj ótt, flj ótt. Það er eitthvað í augum fólksins sem hann ekki skilur. Og allur þessi asi. Það skiptir sér enginn af honum fyrr en góðlátlega konan kemur: „Það dugir ekki að láta drenginn sitja þarna,“ segir hún. Og svo við hann: „Bezt þú farir útogupp að kljúfa tað“. Útogupp? Kljúfa tað? hugsar hann á leiðinni. „Ég skal sýna þér hvernig farið er að því,“ segir konan eins og hún hafi lesið hugsanir hans. Og hún sýnir honum það. Hún klýfur nokkra hnausa og talar á meðan: „Þú hittir illa á, gæzkan. Konan hans Munda er að eiga barn. Það gengur hálfilla." Svo fer hún. Og hann krýpur í kvöldsólinni og finnur rakann seytla gegnum buxurnar á hnjánum, klýfur hnausana í þrennt eða fett „einsog þeir vilja klofna, gæzk- an“ hafði konan sagt. Og honum finnst eins og verið sé að hafa af sér dular- fulla atburði bæj arins með þessu. Samt er hann svolítið stoltur. 298
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.