Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 65
UNGINN „Mamma,“ sagði Kata, „ákvurju er teppið utanum mig?“ Og þá fann hún, að það er ekki bara teppið utanum hana heldur ber mamma hana á handleggnum, að galtinn hjá húsinu hans Tsísars stendur í björtu báli og á torginu slær öðru hverju bjarma á svarta mannþyrpingu — og Stratsénu og Hnédu og Malínu. Svo mundi hún eftir stj örnuhrapinu; hún skipti sér ekki af mömmu sinni, vissi að þegar hefst ekki úr henni orð, þá er ekki orð úr henni að hafa, og stundum er betra að þegja en tala. Hún leit upp og hugsaði með sér, að fyrst ein stjarna hefði hrapað, hrapaði kannske önnur, og þá mætti hugsa sér ósk, sem áreiðanlega rættist. Eg ætla að óska mér, hugsaði hún, að ég ætti obbolítið herbergi og skáp í litla herberginu. Og ég ætla líka að óska mér að hænurnar komi til mín þegar ég kalla púddapúddapúddapúdd. Og þá fannst henni, að undir fótunum á sér iðaði ofurlítill kettlingur og mjálmaði og mjálmaði. „Mamma,“ sagði hún, „sko kettlinginn hérna?“ 1 því feykti vindurinn til þeirra brennheitri neistaskúr, mamma æpti, Kat- sénka fór að skæla og það kviknaði í nokkrum húsum í einu. Þau brunnu skært með snarki og brestum, einhvern veginn glatt og listilega, logarnir stukku af bita á bita eins og í eltingaleik. Katsénka ímyndaði sér, að stóri eld- urinn ætti lítil börn, sem væru að læra að loga. Og henni fannst gaman hvern- ig torgið glóði eins og aflinn hjá jámsmiðnum, það var bara stærra. „Mamma,“ sagði hún, „ákvurju eru mennirnir að öskra svona?“ Og allt í einu, alveg uppúr þurru, varð hún skelfilega hrædd, því hún mundi eftir ljótum draumi þar sem allur himinninn logaði og öll fjöllin. Og hún sagði kjökrandi: „Mamma mín, ertu ekki hún mamma mín? Akvurju passarðu mig ekki?“ Og þá fann hún stóra munninn hennar mömmu sinnar á köldum kinnunum, og svo fann hún hann á eyrunum og á hálsinum. Hún andvarpaði af feginleik eins og velt hefði verið af henni þungum steini. „Katsénka,“ sagði mamma, „vertu góð, barnið mitt, ég sleppi þér ekki!“ „Hvert sleppirðu mér ekki?“ spurði Katsénka. „Og hvar er pabbi?“ Svo fór hún að horfa á hvernig bjálkarnir hrundu. Henni fannst það vera eins og tröll hefði kveikt upp í ógnarstórum arni og léti heil hús í eldinn. Og bætti röftunum á. „Mamma,“ sagði hún, „eiga tröll ofna? Og baka tröll pönnukökur?“ Þær voru komnar á torgið og mörg börn grétu. Katsénka þekkti þau á hrin- 303 i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.