Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 67
UNGINN
því ekki einu sinni sjálfur obersturmbannfuhrer og unterscharfiihrerarnir hans
tveir.
Börnin urðu eftir í hnapp á torginu og beinaber hjúkrunarkona færði þeim
mjólkurglas. Þau voru tuttugu og sjö, þar af sex Marsenkur, fimm Honzar,
fjórar Steinkur, þrír Pepíkar, tvö af hverju hinna. Og ekki nema ein Kata.
„Marsenka,“ sagði Kata við beztu vinkonu sína, sem hún þekkti á skælun-
um, „hættu að skæla, Marsenka, mömmurnar okkar skruppu bara í bæinn og
koma aftur fyrir mat.“
„Eg veit það vel, asni,“ sagði Marsenka og saug nú bara uppí nefið. „Kat-
sénka, brann líka hjá ykkur?“
„Það brann hjá okkur strax á eftir hreppstj órahúsinu,“ svaraði Kata stolt
þó hún hefði sofið af sér byrjunina á brunanum. „Marsa, veiztu, ég sá pínu-
litla kisu og hún var, skal ég segja þér, öll mórauð.“
„Akvurju fóru mömmurnar allar saman?“ sagði Marsenka.
„Kannske þær komi með eitthvað að gefa okkur öllum saman. Hvað vilt þú
fá, Marsa?
„Mig langar í hjartaköku og rauða skó.“
„Mig langar í soldið herbergi með skáp,“ sagði Kata, „og að pissa. Ég ætla
að hlaupa niðrí runna og kem strax aftur.“
Um leið og hún hvarf í kjarrið komu tveir Mersedesbílar með skotheldum
gluggum. Stórvaxinn maður tók við skipun, annar rak svipu í glóandi bjálk-
ana og sá þriðji, líklega æðsti yfirmaðurinn, sagði önugur:
„Was machen denn noch die Kinder hier? Die sollen zuerst weggeschafft
werden.“
Háum herrum nægir að segja setningu. Næsti Steyervagn kom strax, lét út
tréstiga og tuttugu og sex böm príluðu uppí hann í flýti. Þau voru hætt að
gráta nema þau elztu, þeim yngri þótti gaman að fara í bíl, og það svona stór-
um bíl, að maður komst ekki uppí hann nema í stiga. Þau voru hljóð og
ánægð, og þau sem haft höfðu garnagaul gleymdu því óðara. Þau settust undir
stóran, grænan segldúk og beinabera hjúkrunarkonan lýsti snöggvast á þau
með vasaljósi.
Hvar skyldi nú bjáninn hún Kata vera, hugsaði Marsenka með sér, en
þagði, því hún vissi ekki hverjum hún ætti að segja það.
Kata sat á hækjum sér í birkirunnanum og þegar hún varð þreytt á að sitja
lagðist hún í mjúkt grasið og sofnaði. Hana dreymdi undarlegan draum um
stóran vörubíl, sem kom og útúr honum sté agnapínulítill, gulur hænuungi.
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAH
305
20