Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 69
UNGINN Á meðan söng hún sér til afþreyingar vísu, sem pabbi þeirra raulaði oft þegar bann var að saga í eldinn með Kalvodu gamla, sem aldrei söng því hann var laglaus. Gekk um götu pottari. Hrópaði til ’ans húsfreyja: Komdu, drengur dyttaðu að dallinum mínum tvíeyrða. En enginn pottarinn kom, og það voru ekki til neinir dallar að dytta að. Svo Kata labbaði af stað meðfram torginu frá kunningjahúsi til kunningja- húss. Fyrst gekk hún hjá slökkvistöðinni, svo kirkjunni, kránni og loks húsinu hans Kalvodu gamla. Hjá Kalvoduhúsi stóð kofinn hans Snata enn, hann var úr bárujárni, og Katsénka var ósköp fegin. Jæja, hugsaði hún, í versta tilfelli bý ég hjá Snata ef hann vill lofa mér. Og þegar mamma kemur með herbergið mitt ætla ég að hafa skápinn uppvið vegg og borðið á miðju gólfi. Hún fann keðjubút, en engan Snata. Hún mundi þá ekki þurfa að biðja um leyfi. Næst Kalvoduhúsi bjó Marsenka, næst Marsenkuhúsi Papík Strnad úr fyrstabekk, og uppá hæðinni ofanvið grjótgarðinn, þar bjó Katsénka. Hún fikraði sig þangað upp, opnaði hliðið, sem var úr svörtum, tvinnuðum vír, og studdi í leiðinni á bjölluhnappinn, sem orðinn var brúnbakaður. Bjallan hringdi ekki. Þá hélt Katsénka áfram inní garðinn. Hér stóð ekki annað eftir en dælan. Áður var hún máluð í grænum lit, glaðlegum eins og fyrstu vorgrösin, en málningin hafði sprungið í eldinum. En nú er það svoleiðis að eldur er hrædd- ari við vatn en vatnið við eldinn. Katsénka fór að dæla og vatnið streymdi, þetta gamla, tæra, svala vatn úr lindinni þeirra, sem enginn hafði nokkurn tíma séð. Hún fékk sér sopa í lófann og drakk. Henni fannst hún ekkert þurfa að þvo sér aftur fyrst hún var búin að þvo sér úr dögg, og það lá strax betur á henni. Kaninurnar struku, hugsaði hún, og hænurnar líka farnar. Og líklega hefur hann hlaupið lengst af öllum stóri, feiti, huglausi angórakötturinn, sem aldrei gat horfzt í augu við mig. 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.