Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ólmaðist enn meir. Hann teygði úr sér og hnipraöi sig saman og spyrnti fót-
unum í mjóa endann en höfðinu í þann breiða. Endarnir héldu en miðjan lét
undan. Skurnin datt í sundur og nýr ungi var kominn í heiminn.
Hann var rytjulegur og blautur og hafði ekki hugmynd um hvar hann var.
„Velkominn í þorpið okkar, ungi litli,“ sagði Katsénka, „en hér eru engar
hænur. Ég skal gagga fyrir þig sjálf svo þú vitir hvernig lætur í þeim. Svo skal
ég gala líka, það kann ég svo vel.“
Og svo gaggaði hún og galaði reglulega vel fyrir ungann, og unginn reis á
lappirnar og varð enn rytjulegri.
„Ungi litli,“ sagði Katsénka, „ég skal koma að leika við þig. Ég skal segja
þér allt, og þú segir mér allt. Hér er enginn nema við, og mamma kemur ekki
heim fyrr en um hádegi. Geturðu ekki látið mig vita, Marsenka mín, þegar
hádegið er komið?“
„Bráðum,“ svaraði Katsénka sér hvellt eins og hún ímyndaði sér að unginn
talaði. „Veiztu, Katsénka, að ég er svo fegin að vera komin í heiminn. Mér var
farið að leiðast svo inní skurninni.“
„Þú mátt hafa þessa peysu,“ sagði Katsénka, „en farðu bara ekki langt í
burtu. Ertu ekki svöng, Marsenka mín ? Hérna á ég barasta hvítlauk.“
„Hann brennir,“ tísti Marsenka, „svo er ég heldur ekkert svöng. Mig langar
bara í vatn að drekka, ég varð svo þyrst af þessu banki í skurnina.“
Og Kata bar Marsenku að dælunni og gaf henni að drekka úr lófa sínum.
En unginn drakk ekkert og fór að læra að ganga. Fótleggirnir voru grannir
og hann datt oft.
Þegar hann var ögn farinn að geta gengið fóru þau út að spásséra. Unginn
varð fljótt lúinn og Katsénka sagði við hann:
„Ég skal bera þig, Marsenka mín, nú kanntu að ganga og gleymir því ekki
aftur. Og ef þig vantar eitthvað þá láttu mig vita.“
Svo gengu þau kringum torgið og Katsénka sagði:
„Sko, Marsenka, sjáðu sólina. Það er komið hádegi. Nú skulum við koma á
móti mömmu. Ósköp verður hún glöð að sjá okkur.“
Fyrst gengu þau veginn en sveigðu svo út í akurtroðning og hurfu inní
grasið. Katsénka át eitt epli og gaf Marsenku kjarna. Marsenka goggaði í
hann en var ósköp lystarlaus.
„Þú mátt ekki leyfa, krakki,“ sagði Katsénka, „við erum ekki það efnuð að
við getum verið með matvendni.“
Golan strauk þeim og sólin kyssti þau. Þau settust á lækjarbakka undir stór-
um, gömlum víði og horfðu á vatnið. Þar flaut ofurlítill bátur, ólögulega tálg-
310