Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 74
GUNNAR BENEDIKTSSON Nýir ávextir og aldin rót Nokkrar tilfallandi hugleiðingar um Ritgerðir eftir Þórberg Þórðarson I borðinu fyrir framan mig hef ég rit- dóm. Hann er 42 blaðsíffur, hver blað- síða er 34 línur og í hverri línu 62 stafir og stafabil. Alls eru því um 88500 stafir og stafabil í þessum eina ritdómi. Bókin, sem er ritdæmd svona rækilega, er 324 blaðsíður með leturfleti 18x10,8 sentimetrar. Hér er ekki um að ræða neina nýja útgáfu ein- hvers klassisks rits, þar sem mikillar ná- kvæmni þarf með í dómum, svo að ekkert verði eftir skilið, hvorki af því, sem máli skiptir, né hinu, sem engu máli skiptir. Þetta er næsta hversdagsleg bók, ein af hundruðum, sem koma nýjar á íslenzkan bókamarkað á ári hverju, um sams konar efni og margar aðrar bækur og rituð af mjög svo venjulegum manni. Hvað veldur þessari ógnarvinnu, sem lögð er í að ritdæma þessa einu bók? Ef maður grípur niður í ritdóminn einhvers staðar af handahófi, þá gæti manni dottið í hug, að bókin væri með þeim endemum lé- leg bók, að einn vandlátur bókmenntamað- ur hafi orðið yfir sig reiður út af því að láta bjóða þjóð sinni slíkt afstyrmi og strengt þess heit í hjarta sínu að ganga svo frá bókinni, að þar stæði ekki steinn yfir steini. Þau einkenni hókarinnar, sem ritdóm- arinn dvelur einkum við, heita á hans máli: SKALLAR, UPPSKAFNING, LÁGKÚRA og RUGLANDI. Þá er einnig sérstakt fyrir- bæri, samruni uppskafningar og lágkúru í eina heild. Umsagnir um skalla grípa yfir tæpar þrjár blaðsíður. Skalli heitir það, þá er kyrrt er látið liggja um atriði, sem nauð- synleg eru til að full og greinileg mynd fá- ist, og eru upp talin mörg og skýr dæmi um þess háttar vantanir í frásögn höfundar. En uppskafningin tekur miklu meira rúm eða nærri tólf blaðsíður. Einkenni uppskafning- ar, sem beygist eins og kerling, „í rithætti er hofróðulegt tildur og tilgerð, skrúf og skrumskælingur, í hugsun, orðavali og sam- tengingu orða“. Og dæmin um þennan sjúkdóm í hinni dæmdu bók eru talin fram, ekki aðeins í tugatali, heldur skipta þau hundruðum, og þó er það látið skína í gegn, að þau eru að- eins tekin sem sýnishom. Af einni blaðsíðu em tilfærð 16 dæmi einnar tegundar upp- skafningar og af annarri blaðsíðu 21 sömu tegundar, en tegundir uppskafningar eru fjöldamargar og sumar mjög ægilegar í eðli sínu. En dæmda bókin er ekki eins gróm- tekin af þeim. Lágkúru einkennir dómarinn „sem lág- kúrulegt og sviplaust málfar yfirleitt. Þar í er fólgin klaufaleg orðaskipun, kauðskt orðalag og kauðskar orðmyndir, ónákvæm og geigandi beiting orða, linjuleg orð og orðasambönd, þar sem þróttur hæfir betur, fábreytilegur orðaforði, endurtekning sömu atkvæða, orða, orðasambanda og setninga- forma með stuttu millibili, þegar ekki er um mælskusnilld eða listrænar nauðsynjar að ræða, hljómlaus og mglingsleg hrynj- 312
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.