Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 75
NÝIR ÁVEXTIR OG ALDIN RÓT andi, upptugga á orðum og föstum orðatil- tækjum, sem hugsunarlaus vananotkun hef- ur gert að dauðum limum á líkama tung- unnar.“ Þrjár blaðsíður dómsins eru helg- aðar upptalningu þess háttar synda ásamt hristingi uppskafningar og lágkúru. Næst kemur dómarinn að ruglandinni og einkennir hana á þennan veg: „Ruglandin lýsir sér í margskonar veikleika eða blindu í hugsun, svosem ósönnum staðhæfingum, gölluðum skilgreiningum, bágbomum rök- semdaleiðslum, kjánalegum skoðunum, röngum frásögnum, o. s. frv., o. s. frv.“ í til- efni af dæmdu bókinni eru skrifaðar 12 blaðsíður um þetta félega fyrirbæri. II Nú er eðlilegt, að lesandinn spyrji: Hví er verið að skrifa þennan fádæma langa rit- dóm um bók, sem er þakin göllum af öllum gerðum stíllýta í hundraðatali, hví ekki að afgreiða hana með þeim fáu látlausu orð- um, ef nauðsyn ber til að minnast hennar, að svona bók væri íslenzkum lesendum ekki bjóðandi? Dómarinn spyr sjálfur þeirrar spurningar, hví hann skrifi svona langt mál um bókina, og hann svarar sjálfum sér á þessa leið: „Homstrendingabók (en sú er dæmda bókin) er óvenjulegt verk í bók- menntum vorum. Hún er rituð af meira andans fjöri og hærri íþrótt í frásögn, stíl og máli en við eigum hér að venjast, þrátt fyrir hina mörgu og miklu galla hennar. Hún er vitandi tilraun til að skrifa lifandi verk á svipaða vísu og góðir höfundar rita þau útií löndunum, þar sem orka C-fjör- efnanna er meiri en í upprennandi lýðveldi á íslandi. Að þessu leyti ber Homstrend- ingabók af öðrum héraðslýsingum, er oss hafa birzt, og reyndar fleiri greinum bók- mennta hér á landi. Af þeirri ástæðu fannst mér bókin vel þess verð, að hennar væri minnzt þannveg á prenti, að lesendur yrðu einhverju nær.“ Af bókinni fær dómarinn þetta álit á höfundi: „Höfundur Horn- strendingabókar er maður gáfaður, almennt talað. Hann hugsar lipurlega, hefur ágæta frásagnarhæfileika og stílgáfu langt fram- yfir það, sem almennt gerist." En aðal- ástæðuna fyrir dóminum segir dómarinn þessa: „Mér fannst Hornstrendingabók að sumu leyti hentugur texti til að leggja útaf og koma á framfæri því, sem mér hefur lengi leikið hugur á að segja um þær þrjár meginmeinsemdir í rithætti vorum, sem hér hafa hlotið nafnið uppskafning, lágkúra og ruglandi. Þetta greinarkorn er því ekki hugsað sem einstæður ritdómur um verk Þorleifs Bjarnasonar. Það á engu síður að þéna sem lítill vasaspegill, er fleiri höfund- ar, bæði ég og aðrir, ættu að geta séð í sín eigin sjúkleikamerki." Þá höfum við frá fyrstu hendi fræðzt um tilgang þessarar miklu ritsmíðar. Þetta er ekki ritdómur um eina bók, þetta er dómur um bókmenntir þjóðar, sem á tilveru sína bókmenntum sínum að þakka. Gallar dæmdrar bókar eru gallar allra bókmennta þjóðarinnar, þegar klassisku fornbókmennt- unum sleppir, og eru þær þó ekki með öllu undanskildar. Þetta er ekki lengur ritdóm- ur, heldur kennslubók um það, hvað forð- ast skuli, vilji maður gera góða ritsmíð. Á vegi kennarans verður efnilegur rithöfund- ur. Hann vill kenna honum og breiðir úr veilunum fyrir framan hann. En það er ekki verið að kenna þessum eina manni, það er verið að kenna heilli þjóð. Því heitir rit- smíðin: „Einum kennt — öðrum bent“, og það er skýrt fram tekið, að kennarinn er ekki síður að kenna sjálfum sér en öðrum. Mælikvarða dómsins gerir hann ekki eitt eða annað öndvegisrit, heldur hugsjón, óháða öllu öðru en þeim meginreglum, sem hlíta verður, ef rithöfundur vill gera skyldu sína. Og meginkrafan til allra höfunda er sett fram í einni setningu, sem hljóðar svo: „Höfundar verða ... að leggja stund á að 313
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.