Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 76
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR skapa eitthvað nýtt: að mynda ný orð, hugsa upp nýjar samtengingar orða, vekja dauð orð og orðasambönd til nýs lífs, auðga orð að nýjum merkingum, skapa ný setn- ingaform, finna upp nýtt líkingamál, hefja orðaval og orðalag á hærra menningarstig, bræða upp útlend orð og útlendar málvenj- ur í deiglu innlends málfars o. s. frv.“ III Þegar Þórbergur Þórðarson hóf ritun Bréfs til Láru fyrir nærri fjörutíu árum, þá hafði hann ekki fyrir framan sig þessar kröfur, því að þá höfðu þær ekki verið saman settar. En í hjarta hans hafði höf- undur lífsins ritað þær lið fyrir lið. Þess vegna vakti bókin meiri athygli en dæmi eru til um nokkra aðra bók í minnum nú- lifandi kynslóða. Sú bók olli byltingu í máli og stíl í bókmenntum okkar íslendinga. Ný orð voru sköpuð og dauð orð og orðasam- bönd vakin til nýs lífs, sköpuð voru ný setn- ingaform og upp fundið nýtt líkingamál, orðaval og orðalag var hafið á hærra menn- ingarstig, útlend orð og útlendar málvenj- ur, sem annars staðar voru heimfærð meðal annars undir dönskuslettur, voru þama brædd upp í deiglu innlends málfars, svo að vart varð hneykslunum við komið. Svo gerist það í tímanna rás, þegar kauðskur ritháttur venjulegra manna hefur hvíldar- laust farið úrgum höndum um sál Suður- sveitungsins, þar sem drottinn allsherjar hafði skráð lögmál fagurrar hámenningar- tungu, þá tekur píslarvotturinn sig til og leysir upp í frumparta orsakir þeirra stíl- lýta, sem honum em jafnhvimleið og aftur- göngur venjulegum manni, flokkar þau, vel- ur þeim heiti og kemur lærdómum sínum á framfæri i því formi að skrifa ritdóm um bók, sem rituð er í betra lagi, og draga þar fram hvert brotið af öðm gegn hugsjóna- kröfum góðra bókmennta. Það er ritdómur- inn, sem getið er í upphafi þessa máls, og nú þarf ekki að segja það, að strangi dóm- arinn er engjnn annar en rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson, sem fyrir stílsnilld sína hefur hlotið viðumefnið meistari, vor iyrsti og síðasti síðan á dögum Jóns bisk- ups Vídalíns. Það bíður vísindamanna framtíðarinnar um mál og stíl að skrifa mikil rit um rit- snilld Þórbergs Þórðarsonar, þar sem skil- greind verða með vísindalegri nákvæmni og rökstuddum samanburði við öndvegisrit bókmennta vorra að fornu og nýju, hver þau einkenni hans em, sem samtið hans heiur skilið og dáð eftir leiðum tilfinning- anna. En það verða menn, sem hafa mér miklu næmari smekk fyrir fagurt mál og mér lærðari um lögmál fullkomins bók- menntamáls. En við rit Þórbergs er fleira að virða en orðaval, líkingamál, reisn og stfl. Innihald boðskapar og persóna höf- nndar taka mál og stil í þjónustu sína, og eitt með þeim skapa þau listaverk, sem munu lifa, meðan íslenzk tunga er töluð, ekki aðeins á skrám hinna bóklærðu, held- ur í vitund alþýðu, svo lengi sem hún held- ur þeim hætti að njóta lífsins við lestur góðra bóka. Þórbergur er ekki maður fagur- keranna einna, heldur hverrar þeirrar mannssálar, sem nýtur ferskrar hugsunar í leit að nýjum sannleika. Snilldin í fram- setningu Þórbergs er svo náið slunginn öðrum þáttum í persónuleika hans, að henni verða ekki gerð skil einni út af fyrir sig, heldur þarf þar víðar um að skyggnast. Þar um vildi ég segja nokkur orð. IV Nú ætla ég að segja ykkur smásögu. Sögumaður minn er Þorvaldur Ólafsson prestssonur frá Arnarbæli í Ölfusi, síðar í stjórn Iðju í Reykjavík. Ilann er á ferð til Öræfa, en þar hafði hann slitið bamsskón- um, er Ólafur Magnússon faðir hans var prestur að Sandfelli þar í sveit. Stefán Þor- 314
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.