Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um, og holskelfurnar brotna á honum eins og skeri úti við Hrollaugseyjar. Þegar svo mikið gengur á, að virðulegir bankastjórar fara að henda skít í fólk og upp um hús- veggi í Reykjavík og menn, sem taldir voru harðsoðnir kommúnistar, missa hjartað nið- ur fyrir þind í lygiárásum auðvaldsins á heim sósíalismans, þá getur maður átt það víst, að Þórbergur Þórðarson tekur til máls. Og þá talar hann svo rólega og ástríðulaust eins og bóndi í Suðursveit væri að ræða um tíðarfarið og veðurhorfur. Brjálaður áróð- urinn hefur ekki minnstu áhrif á blæ einn- ar einustu setningar. Þórbergur stendur með sína vog og sitt alinmál, mælir og veg- ur hvert atriði fyrir sig og dregur síðan þær ályktanir, sem ekki verður um deilt frekar en hitastig á mæli, sem hangir á veggnum beint á móti okkur. VIII Nú bið ég þess síðastra orða, að lesandi þessara setninga, sem ég hér hef hripað á blað, fari ekki að líta á þessa ritsmíð sem ritgerð um Þórberg Þórðarson eða dóm um rit hans. Þessar setningar ber að líta á sem sunduriausar hugleiðingar, sem kviknað hafa í vitund minni við að fletta blöðum og Iesa bækurnar, sem fluttu safn ritgerða hans á síðasta ári á vegum Máls og menningar. Gamlar hugsanir gægðust upp á yfirborðið og nú í nýju formi og í Ijósi mikillar reynslu, sem hefur borið að höndum, síðan maður fyrst naut þeirra ritsmíða, sem mað- ur les nú á ný. En að lokum ætla ég að láta fljóta með nokkrar hugleiðingar, sem fyrst vöknuðu í brjósti mér í samkomuhúsi Suðursveitunga fyrir nokkrum árum. Þar var Þórbergur Þórðarson sem heiðursgestur sýslunga okk- ar, og í það eina sinn hef ég litið Þórberg á suðsveizkri grund. Þegar ég leit Þórberg meðal sveitunga sinna á fagnaðarins stund, þá hvarflaði hugur minn allt í einu til hans Adríans frá Húmlu, sem er aðalsögupersón- an í Götunni eftir Ivar Lo-Johannsson. Húmla var afskekkt og gamaldags byggð, og hinn ungi sonur hennar, Adrían, fór út í heiminn til að verða mikill maður. En hann hafði fengið þá háskaflugu í höfuðið, að til þess að verða mikill maður yrði hann að uppræta öll áhrif frá æskustöðvum sín- um. Fegurstu æskuárum sínum varði hann til að kyrkja í sjálfum sér allt það, sem vitnaði um uppruna hans í gamaldagsþorp- inu, því að fyrr taldi hann sig ekki geta orðið hlutgengan sem þegn sjálfrar stór- borgarinnar. Og svo stóð hann að lokum uppi sem stjómlaust rekald á strætum úti, átti sér ekkert hlutverk og var að engu met- inn. Ég fann hliðstæðu í Húmlu og Suður- sveit og um leið andstæðurnar í Adrían og Þórbergi. Þórbergur boðaði nýjan tíma gegn kyrrstöðu og afturhaldi og gerðist spá- maður sinnar þjóðar. En sigur hans byggð- ist ekki á því, að hann sliti sig af rótum uppeldis í afskekktu byggðarlagi aldagam- allar kyrrstöðu. Hann fór öfugt að. Hann vafði sína Suðursveit sér að hjartastað, f gróðurmold síns uppruna plantaði hann hverri nýrri hugmynd, sem honum barst frá síkviku umhverfi, svo að rotnun foms gróð- urs varð Iífssafi hins nýja. Glámur og Fróð- árhirðin, héraðsdraugar í Skaftafellssýslu í þúsund ár og upprisuboðskapur kristinnar kirkju verða honum jarðvegur sálvísinda andamiðlara á 20. öld. Indversk dulspeki kemur eins og svar við ákalli heilabrota, sem iðkuð höfðu verið í baðstofunum í Suðursveit kynslóð fram af kynslóð um dýpstu rök lífs og tilveru. Enn á Þórbergur sinn guð máttar, góðleika og sannleika, sem hann kynntist í bemsku sinni, en hefur nú gætt hann mildi og gamansömu yfirbragði. I Suðursveitinni var honum innrætt hug- sjón bróðurþels og samhjálpar og andúð gegn allri yfirdrottnan kaupmangara og 318
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.