Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um, og holskelfurnar brotna á honum eins
og skeri úti við Hrollaugseyjar. Þegar svo
mikið gengur á, að virðulegir bankastjórar
fara að henda skít í fólk og upp um hús-
veggi í Reykjavík og menn, sem taldir voru
harðsoðnir kommúnistar, missa hjartað nið-
ur fyrir þind í lygiárásum auðvaldsins á
heim sósíalismans, þá getur maður átt það
víst, að Þórbergur Þórðarson tekur til máls.
Og þá talar hann svo rólega og ástríðulaust
eins og bóndi í Suðursveit væri að ræða um
tíðarfarið og veðurhorfur. Brjálaður áróð-
urinn hefur ekki minnstu áhrif á blæ einn-
ar einustu setningar. Þórbergur stendur
með sína vog og sitt alinmál, mælir og veg-
ur hvert atriði fyrir sig og dregur síðan þær
ályktanir, sem ekki verður um deilt frekar
en hitastig á mæli, sem hangir á veggnum
beint á móti okkur.
VIII
Nú bið ég þess síðastra orða, að lesandi
þessara setninga, sem ég hér hef hripað á
blað, fari ekki að líta á þessa ritsmíð sem
ritgerð um Þórberg Þórðarson eða dóm um
rit hans. Þessar setningar ber að líta á sem
sunduriausar hugleiðingar, sem kviknað
hafa í vitund minni við að fletta blöðum og
Iesa bækurnar, sem fluttu safn ritgerða hans
á síðasta ári á vegum Máls og menningar.
Gamlar hugsanir gægðust upp á yfirborðið
og nú í nýju formi og í Ijósi mikillar
reynslu, sem hefur borið að höndum, síðan
maður fyrst naut þeirra ritsmíða, sem mað-
ur les nú á ný.
En að lokum ætla ég að láta fljóta með
nokkrar hugleiðingar, sem fyrst vöknuðu í
brjósti mér í samkomuhúsi Suðursveitunga
fyrir nokkrum árum. Þar var Þórbergur
Þórðarson sem heiðursgestur sýslunga okk-
ar, og í það eina sinn hef ég litið Þórberg
á suðsveizkri grund. Þegar ég leit Þórberg
meðal sveitunga sinna á fagnaðarins stund,
þá hvarflaði hugur minn allt í einu til hans
Adríans frá Húmlu, sem er aðalsögupersón-
an í Götunni eftir Ivar Lo-Johannsson.
Húmla var afskekkt og gamaldags byggð,
og hinn ungi sonur hennar, Adrían, fór út
í heiminn til að verða mikill maður. En
hann hafði fengið þá háskaflugu í höfuðið,
að til þess að verða mikill maður yrði hann
að uppræta öll áhrif frá æskustöðvum sín-
um. Fegurstu æskuárum sínum varði hann
til að kyrkja í sjálfum sér allt það, sem
vitnaði um uppruna hans í gamaldagsþorp-
inu, því að fyrr taldi hann sig ekki geta
orðið hlutgengan sem þegn sjálfrar stór-
borgarinnar. Og svo stóð hann að lokum
uppi sem stjómlaust rekald á strætum úti,
átti sér ekkert hlutverk og var að engu met-
inn.
Ég fann hliðstæðu í Húmlu og Suður-
sveit og um leið andstæðurnar í Adrían og
Þórbergi. Þórbergur boðaði nýjan tíma
gegn kyrrstöðu og afturhaldi og gerðist spá-
maður sinnar þjóðar. En sigur hans byggð-
ist ekki á því, að hann sliti sig af rótum
uppeldis í afskekktu byggðarlagi aldagam-
allar kyrrstöðu. Hann fór öfugt að. Hann
vafði sína Suðursveit sér að hjartastað, f
gróðurmold síns uppruna plantaði hann
hverri nýrri hugmynd, sem honum barst frá
síkviku umhverfi, svo að rotnun foms gróð-
urs varð Iífssafi hins nýja. Glámur og Fróð-
árhirðin, héraðsdraugar í Skaftafellssýslu í
þúsund ár og upprisuboðskapur kristinnar
kirkju verða honum jarðvegur sálvísinda
andamiðlara á 20. öld. Indversk dulspeki
kemur eins og svar við ákalli heilabrota,
sem iðkuð höfðu verið í baðstofunum í
Suðursveit kynslóð fram af kynslóð um
dýpstu rök lífs og tilveru. Enn á Þórbergur
sinn guð máttar, góðleika og sannleika, sem
hann kynntist í bemsku sinni, en hefur nú
gætt hann mildi og gamansömu yfirbragði.
I Suðursveitinni var honum innrætt hug-
sjón bróðurþels og samhjálpar og andúð
gegn allri yfirdrottnan kaupmangara og
318