Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um voveifleg endalok Hemingways, hljóta þau aftur á móti, eins og raunar flugslysið 1954, að undirstrika þann rómantíska ofsa örlaganna, sem eru sameiginleg undirstaða í ritverkum hans. Hemingway hefur, í stuttu máli, unnið úr lífi sínu kvöldu og einöngr- uðu í þjóðfélagi, sem hann hefur einur.gis stopult samband við, hinar ýmsu gælur við lífsleiðann, sem stundum birtist í táknum svo verkið verður eins og þjóðsaga úr einka- heimi skáldsins. Þrátt fyrir nostursama og ljóðræna ná- kvæmni í lýsingum hans, sem hljóta að vera áhrif frá góðskáldunum á síðustu öld eins og Balzac eða Flaubert, þá hefur Heming- way fyrst og fremst, þveröfugt við lýsingar Balzacs og Stendhals á þjóðfélagslega virk- um persónum, elt einmanadrauma síðborins byronista (þarafleiðandi þessi hetjulega af- staða og hegðun). Samt mundu snjallar lýsingar á nautaati, skyltiríi og veiðiferðum hrökkva skammt. Og þegar Hemingway fer óralangt fram úr exótískum primitívisma þeirra engilsaxneskra höfunda, scm kennd- ir eru við útilíf og „náttúru", þá er það fyrst og fremst vegna þess að hér finnum við nútímaþjóðfélagið með þöglan dóm yf- ir hinum meinlausustu dægrastyttingum svo þær hætta að vera skemmtun. Þrátt fyr- ir yfirborðið hafna beztu verk Hemingways í kringumstæðum, sem skilja hann eftir ráðþrota og — við andlát hans vaknar sú tilgáta — ef til vill örvilnaðan. Það hefur verið sagt að hann væri einn af talsmönnum kynslóðarinnar, sem kölluð var hin glataða. Ódeigur berst hann í stríði til að sannfærast um fáránleika ef ekki allra þá að minnsta kosti sumra styrjalda, því hann er púrítani og jafnvel þegar hann hæðist að hversdags boðum okkar og bönn- um trúir hann einlægt á siðgæði, sitt eigið siðgæði, sem er einskonar innri dularfull nauðsyn. Eftir Kaporetto eru herforingj- amir skotnir (Vopnin kvödd). Hver hefur rangt fyrir sér? Hver rétt? Mitt í fárán- leikanum er sannleikurinn fólginn í ást- inni sem tveir deila; söguhetjan bandaríska stendur jafnt utanvið þessi mannvíg og deilur hvort þau eru löggilt eða ekki. Með þessu hugarfari verður ævintýramennskan í sjálfri sér að tilgangi, sem Hemingway les út úr hverju andliti, en hann sleppur fram hjá hótfyndninni fyrir það í fyrsta lagi, að hann er stílisti, en einkum þó fyrir það, að í innsta eðli sínu er hann skáld og getur tengt sín eigin örlög við örlög nautabanans, hnefaleikarans og jafnvel glæpamannsins. Það er hann sjálfur sem við hittum alltaf fyrir með dálítið stuttaralega heimspeki hins glæsta fjárhættuspilara, eins þegar hann tekur þátt í tragískum atburðum. En allt hefði þetta orðið heldur rýrt til- lag ef skáldið hefði ekki 1936 orðið sér meðvitandi — þó óljóst væri — um heim í klóm fasismaæðisins. Hann er ameríkani af gömlu gerðinni, andlegur samtíðarmaður uppreisnarmann- anna 1775, og getur ekki þolað þær mótsetn- ingar, sem leiða til glæpaverka heilla þjóða. Ævintýramaður og fagurkeri, rómantískur þverhaus, þaraðauki áhugamaður um lífs- háska, spyr sjálfan sig heiðarlega svo sem tilheyrir hinum mikla yankee lýðræðissinna, sem hann gefur sig út fyrir að vera: Hvers- vegna deyja íbúar Kúbu úr hungri? Þessi spurning er borin fram í Einn gegn öllnm. Samúð hans er öll með þessum snauða ferjumanni, móti auðugum ferðamönnum; vitaskuld án allrar engilsaxneskrar nöldur- semi; öllu fremur með nokkrum stóryrðum og sýnilegum andstæðum. En þó varð það Spánarstríðið, sem veitti honum, eins og næstu kynslóð á eftir, að minnsta kosti nokkra innsýn í pólitíska baráttu samtíðar- innar. Þrátt fyrir rangtúlkunina frá Hollywood, sem óbeint gæti haft neikvæð áhríf á sög- una, er Hverjum klukkan glymur meistara- 322
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.