Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 95
UMSAGNIR UM BÆKUR borizt til íslands með riddarabókmenntum þegar sögur þessar voru skráðar og þá lá beint við að höfundarnir veldu það efni til meðferðar er slík einkenni hafði til að bera úr liðinni tíð. Ur því var eingin furða þótt margt yrði líkt með skyldum. Bjami Einarsson tekur fyrir það ósam- ræmi vísna og lauss máls í sögunum, sem laungum hefur styrkt menn í þeirri skoðun að vísumar séu eldri sögunum. Þetta mál er þannig vaxið að um það má endalaust þrátta, ekki sízt vegna þess hve vísumar eru á misjafnlega trúverðugan hátt til les- andans komnar. Mislestrar og misskilníng- ur afritara eru alkunna. — Bjarni eyðir í þetta miklu plássi og jafnan í þeim tilgángi að sýna frain á að vísumar séu verk sögu- höfunda. Hann telur rök fyrirrennara sinna hæpin, en aðferð hans lýsir sér ekki síður í því að treysta hæpnum möguleikum; það væri óðs manns æði að rekja þetta vísu fyr- ir vísu. Bjama skortir átakanlega yfirsýn á það hversu vísur Kormáks sögu mynda sam- heingi hennar. Hvað eftir annað semur höf- undur hennar klausu, oft eitthvað ávarp, framanvið vísu í því skyni að vísan verði brúkleg fyrir samheingið, en þessu atriði sinnir Bjarni sem minnst. Þessi aðferð er hinsvegar svo ríkjandi í samsetníngu Kor- máks sögu að hún bendir eindregið til að höfundurinn semji sögu með tilstyrk vísna sem þegar eru fyrir hendi. Hin athyglis- verða niðurstaða Hermanns Pálssonar um mansaunginn leiðir þetta enn betur í ljós. Þá er ástæða til að kalla það óskýrt frá hendi Bjarna Einarssonar hve ólíkar per- sónur koma fram í vísum Kormáks og Hólmgaungu-Bersa. Mér er skapi næst að telja það kraftaverk af lýrísku ástaskáldi einsog þeim er stendur að vísum Kormáks, að speigla slíka andstæðu og sést í vísum Bersa — í sömu andránni. í sambandi við áhrif frá próvenskum skáldskap og trúbadúrum ræðir Bjarni ein- gaungu um fomíslenzkan ástakveðskap. Safnar hann saman á allmargar blaðsíður þeim vísum er teljast mega til manvísna, er þá mjög smásmuglegur og leitar hvarvetna uppi merki „tilfinningasemi, ástarþráar eða harms“. Og hvenær sem hamíngjan er hon- um svo hliðholl að hann rekst á slík ein- kenni, er hann ekki seinn á sér að telja það þegar í stað ættað frá Provence. Þetta er þegar í dróttkvæðakaflanum (bls. 18—39) lítt sannfærandi. En þarsem Bjarni ræðir eingaungu um ástavísur, verða óhjákvæmi- lega útundan vísur sem kynnu að vera af sama toga án þessað hljóða uppá ást og sorgir. Liggur í hlutarins eðli að slíkt hlyti að vera til. I rauninni er tilgángslaust að einblína á manvísur, þarsem vísur um ann- að efni gæti borið einhver merki hugsan- legra áhrifa frá Provence; og það sem meira er: þær gætu hrundið þeim mögu- leika að um áhrif sem þessi geti verið að ræða. — Hermann Pálsson sýndi með dæm- um fram á að ekki þarf að seilast suðurí Provence til að finna hliðstæð einkenni í saknaðarljóðum: hann dró fram atriði úr kveðskap Egils Skallagrímssonar, Hall- steins Þeingilssonar og Sighvats Þórðar- sonar. I þessu sambandi væri ekki úr vegi að nefna vísur sem hvorki fela í sér ást né söknuð, en eru þó skyldar ástavísum sögu- aldarskálda að því er snertir rómantík, t. d. síðustu vísur Þormóðar Kolbrúnarskálds á Stiklastöðum eða vísu Sighvats: Fúss læzk maðr, ef missir — meyjar faðms, at deyja. Hvorki Fóstbræðra saga né Sighvatsþáttur skálds falla efnislega inní sama ramma og þær ástaskáldasögur fjórar sem Bjarni Ein- arsson hefur á oddinum, og þyrfti æma hugkvæmni til að álíta vísur Þormóðar og Sighvats vera 13. aldar smíð. Bjarni geingur framhjá vísum þeim í Bjarnar sögu er sýna augljóst sambland 333
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.