Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 65
liggur til að mynda í hlutarins eðli,
að samtimamenn höfundanna hafa
skilið miklu betur en síðari kynslóð-
ir, hvað vakti fyrir höfundum. Að
ölluin líkindum eru sögurnar samdar
upphaflega með þröngan tilgang í
huga, og að sjáifsögðu þekktu höf-
undarnir þá áheyrendur, sem sögurn-
ar voru gerðar í fyrstu. En þetta sam-
band milli höfunda og lesenda eða
áheyrenda er í eðli sínu skammvinnt.
Eftir því sem fram liðu stundir, hlaut
skilningur manna á sögunum að
breytast. Tilefnin til sköpunar ein-
stakra sagna gleymdust brátt. Með
hverri kynslóð breikkaði bilið milli
sagnahöfundar og sagnalesenda, og
ekki sízt munu siðaskiptin og afleið-
ingar þeirra hafa valdið miklu um
breyttan skilning manna á eðli sagn-
anna. Og þegar fræðimenn á síðustu
ölduin fóru að rita um sögurnar, þá
hirtu þeir ekki ýkja mikið um skoð-
anir þeirrar stéttar, sem notið hafði
sagnanna frá upphafi.
íslendinga sögur eru ritaðar með-
an þjóðin býr að kaþólskum sið, og
þeir, sem sinna rannsóknum á sögun-
um, verða ávallt að hafa þetta hug-
fast. Eitt af hlutverkum fræðimanns-
ins er fólgið í sífelldri leit að horfn-
um viðhorfum. Markmið hans á ekki
að vera það eitt að skýra fornar bók-
menntir fyrir nútimalesendum, held-
ur miklu fremur að grafast fyrir um
upphaflegan tilgang þeirra og leiða
rök að því, hvers konar skilning
Siðfrœði Hrajnkels sögu
menn lögðu í þær á dögum höfund-
anna sjálfra. Kenningar um eðli ís-
lendinga sagna eru næsta léttvægar,
ef látið er undir höfuð leggjast að
kanna menningarumhverfið, þar sem
sögurnar sköpuðust.
Meðan því var trúað (t. a. m. af
fræðimönnum á 19. öld og framan af
þeirri, sem nú er að líða), að sögurn-
ar hefðu skapazt af sjálfu sér skömmu
eftir atburðina á 10. og 11. öld og
síðan varðveitzt lítt breyttar í munn-
legri geymd, mann fram af manni,
unz þær voru færðar í letur á 12. og
13. öld, var það ekki allskostar óskilj-
anlegt, hvers vegna gert var ráð fyrir
heiðnura viðhorfum í sögunum. Sam-
kvæmt þessum skilningi á sköpun
sagnanna, áltu hinir kristnu menn,
sem skráðu sögurnar, lítinn eða eng-
an þátt í efni þeirra eða efnismeð-
ferð. Þeir voru einungis ritarar, sem
færðu í letur arfsagnir án þess að
breyta þeim að verulegu leyti eða
leggja neitt frumlegt af mörkum sjálf-
ir. Heiðin viðhorf voru að hyggju
þeirra óaðskiljanlegur þáttur í frá-
sögninni. Ritarinn bar ekki siðferðis-
lega ábyrgð á því, sem hann skráði,
þar sem hann var einungis að festa á
bókfell verk annarra manna og ann-
arra kynslóða.
A síðustu áratugum hefur afstaðan
til fornsagnanna tekið nokkrum
stakkaskiptum. í ritum þeirra Björns
M. Ólsens, Sigurður Nordals, Einars
Ól. Sveinssonar og annarra fræði-
271