Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 68
Tímarit Máls og mcnningar
sækir margar hugmyndir í samtím-
ann, og í rauninni má segja, að hún
lýsi helztu atburðunum í ætt Freys-
gyðlinga á árunum 1248—1255. En
efnisafstaða og efnismeðferð á sér
einnig annan uppruna. Hið siðferði-
lega ívaf sögunnar er sótt til útlendra
bókmennta, og hér á eftir verður
reynt að benda á nokkrar fyrirmynd-
ir úr útlendum ritum.
Ein af aðalpersónum Hrafnkels
sögu er ungur og fátækur bóndason-
ur, sem neyðist til að leita sér at-
vinnu til Hrafnkels Freysgoða á Að-
albóli. Hrafnkell er fús að ráða hann
til sín með því móti, að hann verði
smalamaður. En Hrafnkell setur hon-
um eitt skilyrði: Einari er bannað að
ríða hestinum Freyfaxa, því að
Hrafnkell hafði mælt svo um, að
hann myndi verða þeim manni að
bana, sem riði honum leyfislaust.
Þetta átti þó ekki að koma smala-
manni að sök, því að með Freyfaxa
voru tólf hross, sem Einar mátti ríða
á nótt eða degi. Einar lofar því, sein
Hrafnkell biður, og tekur nú til við
smalamennsku. Allt gengur nú vel um
hríð, en svo vantar hann nokkrar ær
um vikutíma. Einn morgun, þegar
hann fer að leita þeirra, getur hann
engum hesti náð nema Freyfaxa ein-
um, sem stendur grafkyrr, þótt hann
væru venjulega styggur. Einar ákveð-
ur þá að ríða honum og treystir því,
að Hrafnkell muni ekki komast að af-
brotinu. Hann ríður hestinum allan
daginn allt inn að jöklum og síðan
heim undir sel, og þar finnur hann
ærnar, sem vantað hafði. En hestur-
inn hleypur illa til reika heim að Að-
albóli, og Hrafnkell skilur undir eins,
hvað gerzt hefur. Morguninn eftir
ríður hann til sels, spyr Einar um
Freyfaxa, fær játningu og vegur hann
síðan umyrðalaust. Þannig lýkur
harmleik smalamannsins á Aðalbóli.
Vel má vera, að sú hugmynd að
láta smalamann gegna svo mikilvægu
hlutverki í sögunni, sé runnið frá út-
lendum fyrirmyndum. Um slíkt skal
ekkert fullyrt að sinni. Staða smala-
manns er tákn friðsemdar og sakleys-
is. En áhrifin frá heilagri ritningu
leyna sér ekki í kaflanum um Einar.
Samvizkusemi hans minnir á umsögn-
ina: „Góður hirðir lætur önd sína fyr
sauðum sínum.“ Og í svari hans við
Hrafnkel bregður fyrir bergmáli frá
alkunnri dæmisögu: „... vant varð
þriggja tuga ásauðar nær viku, en nú
er fundinn.“
Benda mætti á fleira slikt í lýsingu
Einars, en hér verður látið nægja að
minna á fyrirmyndina að sjálfri
harmsögu hans. Hvernig eigum vér
að skilja þessa sögu? Á það hefur
verið bent, að hér hafi Brandur verið
að lýsa hinztu örlögum Odds, bróður-
sonar síns, en auk þess verður að
gera ráð fyrir öðrum uppruna. Á
sögu Einars er til tvenns konar skiln-
ingur. Nordal og nokkrir aðrir fræði-
menn, sem vikið hafa að Hrafnkels
274