Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 68
Tímarit Máls og mcnningar sækir margar hugmyndir í samtím- ann, og í rauninni má segja, að hún lýsi helztu atburðunum í ætt Freys- gyðlinga á árunum 1248—1255. En efnisafstaða og efnismeðferð á sér einnig annan uppruna. Hið siðferði- lega ívaf sögunnar er sótt til útlendra bókmennta, og hér á eftir verður reynt að benda á nokkrar fyrirmynd- ir úr útlendum ritum. Ein af aðalpersónum Hrafnkels sögu er ungur og fátækur bóndason- ur, sem neyðist til að leita sér at- vinnu til Hrafnkels Freysgoða á Að- albóli. Hrafnkell er fús að ráða hann til sín með því móti, að hann verði smalamaður. En Hrafnkell setur hon- um eitt skilyrði: Einari er bannað að ríða hestinum Freyfaxa, því að Hrafnkell hafði mælt svo um, að hann myndi verða þeim manni að bana, sem riði honum leyfislaust. Þetta átti þó ekki að koma smala- manni að sök, því að með Freyfaxa voru tólf hross, sem Einar mátti ríða á nótt eða degi. Einar lofar því, sein Hrafnkell biður, og tekur nú til við smalamennsku. Allt gengur nú vel um hríð, en svo vantar hann nokkrar ær um vikutíma. Einn morgun, þegar hann fer að leita þeirra, getur hann engum hesti náð nema Freyfaxa ein- um, sem stendur grafkyrr, þótt hann væru venjulega styggur. Einar ákveð- ur þá að ríða honum og treystir því, að Hrafnkell muni ekki komast að af- brotinu. Hann ríður hestinum allan daginn allt inn að jöklum og síðan heim undir sel, og þar finnur hann ærnar, sem vantað hafði. En hestur- inn hleypur illa til reika heim að Að- albóli, og Hrafnkell skilur undir eins, hvað gerzt hefur. Morguninn eftir ríður hann til sels, spyr Einar um Freyfaxa, fær játningu og vegur hann síðan umyrðalaust. Þannig lýkur harmleik smalamannsins á Aðalbóli. Vel má vera, að sú hugmynd að láta smalamann gegna svo mikilvægu hlutverki í sögunni, sé runnið frá út- lendum fyrirmyndum. Um slíkt skal ekkert fullyrt að sinni. Staða smala- manns er tákn friðsemdar og sakleys- is. En áhrifin frá heilagri ritningu leyna sér ekki í kaflanum um Einar. Samvizkusemi hans minnir á umsögn- ina: „Góður hirðir lætur önd sína fyr sauðum sínum.“ Og í svari hans við Hrafnkel bregður fyrir bergmáli frá alkunnri dæmisögu: „... vant varð þriggja tuga ásauðar nær viku, en nú er fundinn.“ Benda mætti á fleira slikt í lýsingu Einars, en hér verður látið nægja að minna á fyrirmyndina að sjálfri harmsögu hans. Hvernig eigum vér að skilja þessa sögu? Á það hefur verið bent, að hér hafi Brandur verið að lýsa hinztu örlögum Odds, bróður- sonar síns, en auk þess verður að gera ráð fyrir öðrum uppruna. Á sögu Einars er til tvenns konar skiln- ingur. Nordal og nokkrir aðrir fræði- menn, sem vikið hafa að Hrafnkels 274
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.