Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 89
Brúin á Drinu ér er ura að ræða skáldsögu aí því sjaldgæfa tagi, að hvað eftir annað hættir lesandanum til að taka hana bókstaf- lega, eins og fræðirit, trúa hverju orði.1 Vel má líka vera að rangt sé að tala hér um skáldsögu (höfundurinn sjálfur kallar verkið annál), því að bæði er, að umhverfi, söguþráður í meginatriðum og jafnvel smá- atriðum ýmsum, auk persóna, er tekið úr raunveruleikanum: þessi saga gerðist, brú- in yfir Drinu var staðreynd, þetta allt var. Ymsar af sögupersónum og atburðum munu eiga sér sagnfræðilegar fyrirmyndir, ef ekki beinlínis skjalfestar, þá a. m. k. af heimi þjóðsögunnar og munnmælanna, sem enginn sagnfræðingur skyldi með öllu for- smá, skáld þvísíður. Sagan gerist á nálega fjórum öldum, svo að ekki skeikar nema tveim árum, eða allt frá þeirri stund að sú hugmynd fæðist í kolli tíu vetra snáða hernumins að brúa þetta fljót — hvað hann síðar lét fram- kvæma eftir að hann var orðinn tyrkneskur vezír — og til þess er hið forna mannvirki var í loft sprengt á árdögum heimsstyrjald- arinnar fyrri 1914. Ilöfundur rekur tildrög hrúarsmíðinnar, síðan áfram sögu brúar- innar gegnum aldirnar; en sú saga er þó öðru fremur saga fólksins sem lifði í grennd við hana, ferðaðist um hana, átti örlög sín henni tengd góð eða illu, því að fólkið og hrúin urðu eitt. Og hún var ekki aðeins tengiliður þeirra sem lifðu beggja vegna fljóts, heldur jafnframt milli fjarlægra hlnta stórvelda; það var hennar örlagaríka hlut- skipti unz yfir lauk. Það fer ekki hjá því, að slík frásögn verði safn smásagna þar sem nýjar persón- ur taka við af þeim fyrri, nýjar kynslóðir, 1 Ivo Andric: Brúin á Drinu. Séra Sveinn Víkingur þýddi. Bókaútgáfan Fróði 1963. Umsagnir um bœkur nýir siðir, ný örlög — eða tilviljanir, ef menn vilja heldur kalla það svo. En ýmsar persónanna tengja þó suma þessa þætti, og alla tengir þá brúin; reyndar líka óum- breytanlegt landið umhverfis; og himinn- inn. Þessar persónur geta sumar hverjar orðið öðrum minnisstæðari, en þær eru til- tölulega fáar af öllum hópnum. Það er eins og tíminn í þessari bók dæmi mannfólkið sjálft fyrirfram dautt. Hið eina sem blífur er náttúran, landið undir suðrænum himn- inum, og svo þessi forna listilega smíð, brúin, „fögur, voldug og eilíf, hátt hafin yfir breytileika tímanna" — og þó fer einn- ig hún. f þessu trúi ég sjálfur skáldskapur verksins sé fólginn, skáldskapur, sem leyn- ir svo á sér við fyrstu kynni að maður finn- ur vart fyrir honum. Það er eins og „sagn- fræði“ hafi yfirhönd, en þegar glögglegar er að gáð var hún aðeins ytra borð. Við getum kannski nefnt það blekkingu, en það skiptir varla máli. Það sem fyrir höfundin- um vakir kemst allt til skila, hann fær okk- ur til að skynja liðinn tíma og ókunnan stað; það er nóg. En ýmsir einstakir þættir sögunnar verða óneitanlega áleitnir að lestri loknum. Ég get ekki stillt mig um að nefna sem dæmi frásögu eina framarlega i bók af lífláti sakamanns. Sá sem verið hefur handgeng- inn ritverkum átjándualdarhöfundarins de Sades, lætur sér ekki allt fyrir brjósti hrenna við lýsingar hroðalegustu pyndinga eða aflífunaraðferða. Þó fór svo fyrir mér, er ég las hér um aftöku Radisavs bónda frá Unisjte, að ég minntist þess ekki að hafa lesið óhugnanlegri lýsingu né heyrt getið um ómannúðlegri drápsaðferð. f meðförum höfundarins er sú stutta frásaga slík, að sjálf krossfestingin orkar sem hjóm. Ekki mundi heiglum hent að þýða bók sem þessa, og grunur minn er sá, að ýmis persónuleg stíleinkenni höfundar hafi ekki komið til skila í íslenzku þýðingunni. Séra 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.