Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 15
Nokkrir hnýsilegir staðir í fornkvœðum
reyndar víðar í fornkvæðum, stundum ortar af snild. Loddfáfnismál virðast
stælíng annarra kvæða og þulna í þessum stíl úr eddu, fremur en fyrirmynd.
Þetta er skemtikveðskapur sem lætur þó töluvert yfir sér á ytraborði, en ekki
laus við tómahljóð, ólíkur alvörugefnum bændakveðskap einsog í Hávamálum
sjálfum. Svona kvæði kynni að vera hugsað fyrir „vígdrótt“ einsog talað er
um í erindi 100; þarafleiðandi teingt við höM og sal. Einhver snoðræna er
þarna af kaupstað, þvi handverksmenn eru nefndir, skósmiður og skeftismið-
ur, þó metur skáldið þá lítils. Annars eru Loddfáfnismál nokkurnegin stað-
laus og hafa lítinn svip af samfélagi. Kenníng sú sem kvæðið flytur er heldur
glannaleg. Einsog í Kvennavítum er kynferðismórall miðaður við karl-
menn og hallast ekki að hreinlífisboðskap. Einlægni og alvara í umvöndun,
og sú áhersla sem lögð er á virðulegt háttemi í lausavísnasafninu, Háv. 1—83
(að gunnlaðarvísunni frátalinni, 13da er.), gildir ekki hér.
Einsog fyr var getið er siðaskoðun bæði í Kvennavítum og Loddfáfni lituð
sterklega af kvenhatri, misogynia: kvenmenn búa yfir miklum ódygðum og
eru ekki til annars nýtar en „teygja þær á flærðir“ og svíkja þær. Kvenhatur
var mikill höfuðþáttur í sálarlífi miðaldamanna og er vant að rekja það til
kristindóms, og kynni nokkuð að vera hæft í því. Annað er það að sú tegund
kvenhaturs sem fram kemuir í þessum ofangreindum pörtum Hávamála verður
tæplega rakin til múnka. Kristilegt kvenhatur er grundvallað á þeirri hug-
mynd að konan sé fulltrúi djöfulsins; algeingt í múnkaritum að púkar elleg-
ar fjandinn sjálfur birtist dulbúnir sem kvenmenn með „lostfögrum litum“
til að spilla karlmönnum. Flímkendur hugsunarháttur einsog í þessum tveim
núnefndum seinnipörtum Hávamála er að vísu í samræmi við múnklegar
miðaldahugmyndir um kvenmenn, en sakir aungrar helgislepju líklegri til
að geðjast húsköílum en múnkum; þetta er „soldátasmekkur“. Skáldið í-
myndar sér eftilviU að svona kveðskapur muni falla í góðan jarðveg hjá
„vígdrótt“ þeirri sem hann ætlar kvæðið, eða býr sér til. Auglj óst að slíkar
hugmyndir eru ekki sálarspegill bændasamfélags einsog þess sem birtist í
Hávaraálum sjálfum. Mórallinn í „lausavísnasyrpunni“ Háv. 1—83 er úr
stiltara samfélagi en Loddfáfnismál og tilheyrir forneskjulegri tíma; gæti
vel átt uppruna sinn utan íslands frá því fyrir landnám; jafnvel fyrir
dag Haralds lúfu. Margt þessara vísna er líldegt til að tjá siðaskoðun sem
gilti í fyrra samfélagi manna er híngað fluttust á síðasta þriðjúngi 9undu ald-
ar. Væri svo, andmæla slíkar leifar af munnmælafcveðskap úr öðru landi kenn-
íngu um að landnemar hér hafi verið auðmenn, hvað þá heldur stórættaðir
menn og ríkir höfðíngar einsog norrænir sagnfræðíngar vilja vera láta og
5