Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 15
Nokkrir hnýsilegir staðir í fornkvœðum reyndar víðar í fornkvæðum, stundum ortar af snild. Loddfáfnismál virðast stælíng annarra kvæða og þulna í þessum stíl úr eddu, fremur en fyrirmynd. Þetta er skemtikveðskapur sem lætur þó töluvert yfir sér á ytraborði, en ekki laus við tómahljóð, ólíkur alvörugefnum bændakveðskap einsog í Hávamálum sjálfum. Svona kvæði kynni að vera hugsað fyrir „vígdrótt“ einsog talað er um í erindi 100; þarafleiðandi teingt við höM og sal. Einhver snoðræna er þarna af kaupstað, þvi handverksmenn eru nefndir, skósmiður og skeftismið- ur, þó metur skáldið þá lítils. Annars eru Loddfáfnismál nokkurnegin stað- laus og hafa lítinn svip af samfélagi. Kenníng sú sem kvæðið flytur er heldur glannaleg. Einsog í Kvennavítum er kynferðismórall miðaður við karl- menn og hallast ekki að hreinlífisboðskap. Einlægni og alvara í umvöndun, og sú áhersla sem lögð er á virðulegt háttemi í lausavísnasafninu, Háv. 1—83 (að gunnlaðarvísunni frátalinni, 13da er.), gildir ekki hér. Einsog fyr var getið er siðaskoðun bæði í Kvennavítum og Loddfáfni lituð sterklega af kvenhatri, misogynia: kvenmenn búa yfir miklum ódygðum og eru ekki til annars nýtar en „teygja þær á flærðir“ og svíkja þær. Kvenhatur var mikill höfuðþáttur í sálarlífi miðaldamanna og er vant að rekja það til kristindóms, og kynni nokkuð að vera hæft í því. Annað er það að sú tegund kvenhaturs sem fram kemuir í þessum ofangreindum pörtum Hávamála verður tæplega rakin til múnka. Kristilegt kvenhatur er grundvallað á þeirri hug- mynd að konan sé fulltrúi djöfulsins; algeingt í múnkaritum að púkar elleg- ar fjandinn sjálfur birtist dulbúnir sem kvenmenn með „lostfögrum litum“ til að spilla karlmönnum. Flímkendur hugsunarháttur einsog í þessum tveim núnefndum seinnipörtum Hávamála er að vísu í samræmi við múnklegar miðaldahugmyndir um kvenmenn, en sakir aungrar helgislepju líklegri til að geðjast húsköílum en múnkum; þetta er „soldátasmekkur“. Skáldið í- myndar sér eftilviU að svona kveðskapur muni falla í góðan jarðveg hjá „vígdrótt“ þeirri sem hann ætlar kvæðið, eða býr sér til. Auglj óst að slíkar hugmyndir eru ekki sálarspegill bændasamfélags einsog þess sem birtist í Hávaraálum sjálfum. Mórallinn í „lausavísnasyrpunni“ Háv. 1—83 er úr stiltara samfélagi en Loddfáfnismál og tilheyrir forneskjulegri tíma; gæti vel átt uppruna sinn utan íslands frá því fyrir landnám; jafnvel fyrir dag Haralds lúfu. Margt þessara vísna er líldegt til að tjá siðaskoðun sem gilti í fyrra samfélagi manna er híngað fluttust á síðasta þriðjúngi 9undu ald- ar. Væri svo, andmæla slíkar leifar af munnmælafcveðskap úr öðru landi kenn- íngu um að landnemar hér hafi verið auðmenn, hvað þá heldur stórættaðir menn og ríkir höfðíngar einsog norrænir sagnfræðíngar vilja vera láta og 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.