Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Qupperneq 28
Tímarit Máls og menningar þó víst að upphafi úr Austurlöndum. Hún gekk fyrst út og inn um bók- mentir rómverja, síðan sem leið liggur inní latínudót miðalda. Vínberja- land, Insula uvarum, beitir hið merkilega land í Navigatio sancti Brandani. Vínlandssagnirnar íslensku eru sannanlega stældar eftir För Brendans einsog Fridtjof Nansen hefur bent á í riti sínu Nord i taakeheimen, Kria 1911. Ferð Brendans er að efni til frá 9du öld, en skrifuð á lltu, og var alþekt á íslandi og þýdd hér snemma; finnanleg í íslenskum Heilagramannasögum, Unger, Christiania 1877. Nansen hefur nafngreinda fræðimenn fyrir því að Vín- landsnafnið sé í fyrstu komið frá írum og hafi sögn um það borist munnlega til Danmerkur, en þaðan voru þá beinar ferðir til Dýflinnar; síðan hafi danir sagt Adami úr Brimum. Gabriel Turville-Petre varð fyrstur til að benda mér á teingslin við Brendan í Oxford í sumar. Rétt á eftir rakst ég á tvo rit- dóma eftir Stefán Einarsson (onn Vínlandsbækur) í tímaritinu Sögu ár 1967, og fjallar hann þar um þessa hugmynd sem hefur orðið ein af eilífðarvélum heimsbókmentanna. ísidor úr Sevillu er maður nefndur, og hefur þegar komið einusinni fyrir hér í greininni, vesturgotneskur biskup á Spáni á meróvingatíð, fæddur um 560. Hann var polyhistor, alfræðimaður, og samdi gnótt bóka eftir kosmó- gónisku lögmáli kristindómsins, kallaður á latinu Isidorus Hispalensis og skrifaður með ypsilon í Þorláks sögu helga: Ysidorus. Hann var einn af lærimeisturum Miðaldaevrópu og höfðu aðrir meistarar síðbornari vit sitt úr honum um marga bluti, þarámeðal Beda prestur 'heilagur og Adam úr Brimum. Ysidorus hefur líklega einnig verið sá sem mótaði æðri mentun íslendínga um aldaraðir meira en nokkur meistari annar; enda víða í fom- um bókum íslenskum til hans vitnað og enn til gamlir íslenskir handrits- bútar af verkum hans. Þegar hugleitt er áhrifavald þessa kirkjulega al- fræðíngs á vestræna miðaldamentun, er óhugsandi annað en Ysidorus hafi verið lesinn í Haukadal og Odda; líklega einnig í Bæ í Borgarfirði fyrir AD 1030. Nansen tilfærir í sínum „vínlandspúnktum“ lýsíngu hans á Insulae fortunatae. Mér hefur ekki tekist að ná bókum þessa lærimeistara forníslend- ínga útúr Landsbókasafni. Evrópa trúði á land ósáinna akra og sjálfgróins víns allar götur framanúr fomöld; hafði semsé skírt það Vínberjaland laungu áður en Vínland hið góða fanst. Landið er meðal annars að finna í 7unda þætti Ódysseifskviðu, Feakaland; þar í víðlendum garði „þverr aldrei ávöxtur ... né bregst ár í gegn, hvorki vetur né sumar; því útrænan, sem þar andar ávalt, klekur einum ávexti út meðan annar verður fullþroska ... í enda garðsins voru 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.