Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Síða 33
Nokkrir hnýsilegir staðir í fornkvœðum.
bjálfi og þvíumlíkt. Sagan gefur jafnvel í skyn aS afi skáldsins hafi verið'
verúlfur eSa kvöldriði. Faðir sikáldsins var „svartur maður og ljótur líkur
föður sínum“. Lýsíng Egils sjálfs í Egils sögu er því líkust sem nú eru
gerðar rosalegar skopteikníngar af mönnum. Vel má vera að margir 13du-
aldarmenn hafi ímyndað sér dæmigerðan fomkappa heiðinn þvílíkan sem
Egil Skallagrímsson.
Vilji menn halda sér að því sem sagan gefur í skyn í núverandi mynd
sinni, að Sonatorrek sé ort uppúr miðri lOundu öld, þá eru önnur rök eftil-
vill enn gildari en guðfræði sem gera það vafasamt; það eru menníngar-
söguleg rök og sækja afl sitt í málsöguna. Það er eitt fyrir sig að „góður
vilji“ er guðfræðihugtak, lítt hugsanlegt í munni norræns manns sem lifði
á tíma meðan norrænir menn voru utanvið evrópskan samtíma, og það
svo rækilega að frammá miðja lOundu öld hefur enn ekki komist nafn
á nokkrum norrænum manni inní ritaða heimild neinstaðar í veröldinni.
Hinsvegar eru ekki málsöguleg rök á lOundu öld fyrir þeirri notkun orðsins
vilji sem fram kemur í Sonatorreki. Orðið „vilji“ felur í sér aungva skír-
skotun til trúar eða siðgæðis í fornu máli norrænu. „Illur“ eða „góður“
vilji er ekki til. Dæmi um notkun orðsins einsog í Sonatorreki koma ekki til
sögunnar fyren lángt er liðið á ritöld, þann tíma sem á íslandi auðkennist
af alskonar lærdómi, guðfræði sagnfræði málfræði og bókmentum.
f máli sem kunnugt er um frá heiðnum tíma merkir „vilji“ sama og gimd,
eftirlæti, jafnvel kynferðismök, og sérílagi skemtun, gaman, gleði (Fritzner).
Þessi frummerkíng kemur fyrir í Hávamálum sem er fomkvæði að stofni
til: „Affcur eg hvarf / vísum vilja frá;“ „en hún vaknaði / vilja (þe. gleði)
firð“. „Vilstígur“ í Hávamálum lét Sveinbjöm Egilsson sér detta í hug að
væri sú leynileg gata sem liggur til byrgiskonu („via voluptatis“). Vilji (vili)
er karlmannamál og 'haft sérstaklega um „ástir 'konu“. Vandaðar orðabækur
gefa í skyn svo ekki verður um vilst að önnur merkíng orðsins sé óhugsandi
í munni manns er upprunninn sé á norrænu svæði í kríngum 900. 011 dæmi
sem orðabækur gefa um merkíngu orðsins „vilji“ í heiðni em óskyld þeirri
hugsun sem liggur í orðasambandinu „góður vilji“. Má segja að orðið sé
hartnær óskiljanlegt í þeirri vera sem það stendur í Sonatorreki, nema kvæðið
sé tímasett að minstakosti 250—300 árum síðar en fræðimenn hafa viljað
vera láta.
Sá vísuhelmingur sem ég vitnaði í hér að framan úr niðurlagi Sonatorreks
virðist vera ortur eftir að merkíng orðsins hafði breyst og farið var að nota
orðið „vilji“ sem þýðíngu á guðfræðilegu hugtaki einsog voluntas í jóla-
23