Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Qupperneq 33
Nokkrir hnýsilegir staðir í fornkvœðum. bjálfi og þvíumlíkt. Sagan gefur jafnvel í skyn aS afi skáldsins hafi verið' verúlfur eSa kvöldriði. Faðir sikáldsins var „svartur maður og ljótur líkur föður sínum“. Lýsíng Egils sjálfs í Egils sögu er því líkust sem nú eru gerðar rosalegar skopteikníngar af mönnum. Vel má vera að margir 13du- aldarmenn hafi ímyndað sér dæmigerðan fomkappa heiðinn þvílíkan sem Egil Skallagrímsson. Vilji menn halda sér að því sem sagan gefur í skyn í núverandi mynd sinni, að Sonatorrek sé ort uppúr miðri lOundu öld, þá eru önnur rök eftil- vill enn gildari en guðfræði sem gera það vafasamt; það eru menníngar- söguleg rök og sækja afl sitt í málsöguna. Það er eitt fyrir sig að „góður vilji“ er guðfræðihugtak, lítt hugsanlegt í munni norræns manns sem lifði á tíma meðan norrænir menn voru utanvið evrópskan samtíma, og það svo rækilega að frammá miðja lOundu öld hefur enn ekki komist nafn á nokkrum norrænum manni inní ritaða heimild neinstaðar í veröldinni. Hinsvegar eru ekki málsöguleg rök á lOundu öld fyrir þeirri notkun orðsins vilji sem fram kemur í Sonatorreki. Orðið „vilji“ felur í sér aungva skír- skotun til trúar eða siðgæðis í fornu máli norrænu. „Illur“ eða „góður“ vilji er ekki til. Dæmi um notkun orðsins einsog í Sonatorreki koma ekki til sögunnar fyren lángt er liðið á ritöld, þann tíma sem á íslandi auðkennist af alskonar lærdómi, guðfræði sagnfræði málfræði og bókmentum. f máli sem kunnugt er um frá heiðnum tíma merkir „vilji“ sama og gimd, eftirlæti, jafnvel kynferðismök, og sérílagi skemtun, gaman, gleði (Fritzner). Þessi frummerkíng kemur fyrir í Hávamálum sem er fomkvæði að stofni til: „Affcur eg hvarf / vísum vilja frá;“ „en hún vaknaði / vilja (þe. gleði) firð“. „Vilstígur“ í Hávamálum lét Sveinbjöm Egilsson sér detta í hug að væri sú leynileg gata sem liggur til byrgiskonu („via voluptatis“). Vilji (vili) er karlmannamál og 'haft sérstaklega um „ástir 'konu“. Vandaðar orðabækur gefa í skyn svo ekki verður um vilst að önnur merkíng orðsins sé óhugsandi í munni manns er upprunninn sé á norrænu svæði í kríngum 900. 011 dæmi sem orðabækur gefa um merkíngu orðsins „vilji“ í heiðni em óskyld þeirri hugsun sem liggur í orðasambandinu „góður vilji“. Má segja að orðið sé hartnær óskiljanlegt í þeirri vera sem það stendur í Sonatorreki, nema kvæðið sé tímasett að minstakosti 250—300 árum síðar en fræðimenn hafa viljað vera láta. Sá vísuhelmingur sem ég vitnaði í hér að framan úr niðurlagi Sonatorreks virðist vera ortur eftir að merkíng orðsins hafði breyst og farið var að nota orðið „vilji“ sem þýðíngu á guðfræðilegu hugtaki einsog voluntas í jóla- 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.