Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 35
Sverrir Kristjánsson Aðdragandi frönskn byltingarinnar 1789 i. Á síðasta ári voru 180 ár liðin frá upphafi þeirra tíðinda, er hlotið hafa nafnið stjórnarbyltingin mikla á FrakHandi. Þessa viðburðar var minnzt um allan heim, og þá ebki sízt í Frakklandi sjálfu, móðurskauti byltingarinnar. Enginn einstakur atburður hefur markað svo djúpt alla sögu Evrópu og þessi franska bylting, bæði leynt og ljóst, svo geislavirk eru áhrif hennar, að enn í dag getur hún valdið flokkadeilum, svo margstrengd var hún og snúin úr mörgum þáttum, að hæði lýðræðissinnaðir borgarar og kommún- istar getað leitað ráða í reynslu hennar. Allt fram á okkar öld hefur franska byltingin staðið sem fjallgróið baksvið lýðræðislegra hreyfinga í Evrópu og enn víðar um veröldina, sérhver nútímamaður, sem hnýsist í sögu þess- arar byltingar, er fljótur að skynja, að hann er ekki staddur í annarlegri löngu horfinni tilveru 'heldur í heimahögum sinna eigin viðfangsefna. Hinn 4. dag maímánaðar 1789 var mikið um dýrðir í Versölum, þessari borg, sem Loðvík XIV hafði látið byggja konunglegu einveldi sínu til vegs- auka og teygt þangað háaðal og háklerka Frakklands, er reistu sér hallir í námunda við þann fursta, sem einn allra þjóðhöfðingja álfunnar var kennd- ur við sólina. Um götur þessarar tiginhornu borgar fór mikil skrúðfylking og stefndi að kirkju Heilags Loðvíks, eina dýrlingsins í hinni fornu kon- ungsætt Capetinga. Með nokkrum rétti mátti segja, að í þessari fylkingu færi öll franska þjóðin, eða fulltrúar hennar að minnsta kosti: því að hér gengu til að hlýða messu hinar þrjár opinberu stéttir Frakldands. Fremstir fóru um sex hundruð fulltrúar þriðju stéttar, klæddir svörtum skrumlausum fötum hins franska borgara 18. aldar. Á hæla þeim gengu fulltrúar aðalsins í litríku silki og fjöðrum, því næst komu óbreyttir klerkar, klæddir svörtum lit embættis síns, þá biskupar og kardínálar í miklu skrúði. Síðastur fór konungurinn, Loðvík XVI og drottning hans María Antoinette, fríð, létt- lynd og austurrísk, og þeim nærri bræður konungs. Á gangstéttum og húsa- þökum stóð múgurinn, þetta nafnlausa fólk, sem átti eftir að koma svo mj ög 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.