Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 37
ASdragandi frönsku byltingarinnar 1789 ungsveldinu sem klerkar, enda helgaSi Jiún 'það í krýningarathöfninni, um uppeldismál og fátækraframfæri var kirkjan einráð og átti mikla hlutdeild í ritvörzlu og eftirliti með öllu prentuðu máli. En því fór fjarri, að franska klerkastéttin væri einlit nema rétt á yfirborðinu. Hún skiptist sjálf í aðals- menn og alþýðu. HáHerkar — biskupar, ábótar og dómkirkjuprestar — voru svo til allir aðalbomir, en sóknarprestar og reglubræður voru af lág- stéttum, flestir runnir úr bændastétt. í rauninni vora aðeins tvær lögstéttir í Frakldandi — aðalbornir menn og múgur. Það kom einnig fram í bylt- ingunni, að sóknarprestamir á stéttaþinginu snerust á sveif með þriðju stétt í pólitískum átökum hennar við hina aðalbornu höfðingja, leika og lærða. Hinn veraldlegi aðall naut einnig mikilla fríðinda, bæði heiðursréttinda svo sem þeirra að bera sverð, og annarra fjörefnaríkari, svo sem undanþágu frá vissum sköttum, einkum skatti þeim fornum, sem kallaður var klippingur — la taille, en greiðsla á þeim skatti skildi í Frakklandi á milli ótigins manns og eðalborins. Lagalega séð var aðallinn ekki undanþeginn öllum beinum sköttum af tekjum, en honum tókst með ýmsum brögðum að humma þá fram af sér. Aðalsmanmastétt Frakklands var ekki eins haglega skipulögð og klerk- ar. Ættgöfgin var hið sýnilega tákn hins sanna franska aðalsmanns — sverð- aðalsins, noblesse d’épée. Þegar fram í sótti og líða tók á öldina varð upp- dráttarsýkin í þessari tiginbomu stétt æ skæðari, munurinn á fátækum og ríkum aðalsmönnum varð meiri. Aðalsmenn sveitabyggðanna lifðu við fá- breytt kjör, rúnir öllu nema ættarstoltinu, héldu dauðahaldi í gömul léns- réttindi sem þeir höfðu yfir fáeinum bændahræðum. Þeir sem sátu við kjöt- katlana í Versölum voru á yfirborðinu betur stæðir, enda gátu margir gengið í ríkissjóðinn og staðið þar í stálinu. En flestir lifðu þeir langt um efni fram og voru stórskuldugir. Löngum hafði frönskum eðalherrum verið bannað að fást við verzlun, iðnað eða fésýslu. En þessir erfingjar léna og landskulda urðu æ háðari peningunum, hinni slegnu mynt. Jafnvel frama- vonir sverðaðalsins í hernum urðu að engu, ef þeir gátu ekki keypt sér liðs- foringjatign fyrir 25 eða 50 þús. franka. Áður en varði fóru tignir aðalsmenn að kvænast til fjár og taka niður fyrir sig, næla sér í hlutabréf í iðnaði og skattheimtufélögum og braska á kauphöllinni. Háborinn aðalsmaður og geist- legur að auk eins og Talleyrand var fyrir byltinguna kunnur viðskiptavinur kauphallarinnar í París. Gullinn kapítalisminn teygði til sín æ fleiri menn úr háaðli til samneytis við sig og bauð þeim í dansinn kringum þann kálf, sem var æðsta skepnan á búinu. En ekki var allur aðall Frakklands kenndur við sverð. Þeir voru ekki fáir 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.