Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Side 48
Tímarit Máls og menningar
borgaramir gerðust «m stund ein konungshollasta stétt landsins og beindi
öllum skeytum sínum aS aSlinum. Svissneski blaSamaSurinn Mallet du Pan,
sem var skarpskyggn áhoríandi í París um þessar mundir, komst svo aS
orSi í janúar 1789: Ágreiningurinn hefur tekiS fullkomnum stakkaskiptum.
Konungur, harSstjórn, stj órnarskrá, allt eru þetta orSin aukaatriSi. Nú er
styrjöldin háS meS þriSju stétt og báSum 'hinum stéttunum. Og rithöfundur-
inn Brissot, sem síSar tók mikinn þátt í byltingunni og varS einn ákafasti
lýSveldissinninn, sagSi um sama leyti eftir sex mánaSa dvöl erlendis, aS
hann þekkti ekki landa sína aftur fyrir sömu menn, svo hraSstígir væru þeir
á pólitískum þroskaferli sínum.
Á þessu undirbúningsskeiSi má þegar greina hina klassísku drætti frönsku
byltingarinnar. Hún er líkust boShlaupi þar sem hver maSur ber kyndilinn
nokkurn spöl ,unz sá næsti tekur viS. Þegar ein stétt eSa einn flokkur hefur
gengiS sér til húSar hleypur önnur stétt eSa annar flokkur undir merki og
ber byltinguna fram á leiS. Um áramótin 1788/89 kom upp hlutur frönsku
borgarastéttarinnar, stórborgaranna í fyrstu lotu.
ÞaS var á síSustu mánuSum ársins 1788, aS greina má fyrstu drög aS
stj órnmálaflokki borgarastéttarinnar — ÆttjarSarvinaflokknum. Franska
orSiS patriote — ættj arSarvinur — var ekki til í orSabók Akademíunnar frá
1694, en í útgáfunni 1777 skartaSi þaS sem nýyrSi og um tíu árum síSar
hefur borgarastéttin helgaS sér orSiS. í þessum samtökum voru bankastj órar,
svo sem LabordebræSumir, lögfræSingar, svo sem Target, en einnig menn
úr háaSlinum, markgreifarnir Lafayette og Condorcet og nokkrir úr París-
arparlamentinu, svo sem Adrien du Port. ForustuIiSiS í þessum samtökum
var 30-mannanefndin. Því miSur er ekki vitaS meS vissu, hverjir voru í
nefnd þessari, en þaS er athyglisvert, aS kimnastir í þessum hópi voru frj áls-
lyndir háaSalsmenn, sem snúiS höfSu baki viS stétt sinni, Sieyés ábóti,
Talleyrand, sem báSir voru klerkvígSir, og Mirabeau greifi. Margir voru
þessir menn í Frímúrarareglunni. Þessi fyrstu pólitísku samtök borgara-
stéttarinnar héldu uppi miklum áróSri meS víStækum bréfaskriftum og út-
gáfu stjórnmálabæklinga. Frægastur þeirra var bæklingur Sieyés ábóta sem
orSaSi málstaS 'þriSju stéttar í knöppum Jeiftrandi setningum: HvaS er
þriSja stétt? Allt! HvaS hefur hún veriS til þessa? Ekkert! HvaS biSur
hún um aS vera? EitthvaS!
Þótt þriSja stéttin teldi sig þegar vera „þjóSina“ krafSist hún í fyrstu
lotu ekki annars en aS fulltrúar hennar yrSu jafhmargir fulltrúum beggja
sérréttindastéttanna, klerka og aSals. Hafinn var mikill áróSur í borgum
38