Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 59
Hún hjá fiðrildunum, þegar sólin var ekki enn orðin svona fjarlæg. Að vera til, 'hafa vængi. Fljúga hátt yfir víðátturnar, þessar bláu og rauðu. Grænu öldu- róti. Blaka vængjunum, hefja sig yfir slétturnar, þessar óumbreytanlegu. Köflótti kjóllinn fjarlægist spegilinn. Einnig 'hendumar. Augu bak við huliðshjúp horfa óralangt gegnum sjónvarpið, gegnum veggina. Inn í myrk- an skóginn, þar sem rándýrin læðast, þarna bærist laufið og svartur köttur með gular glyrnur hlykkjast eftir jörðinni. Kattaraugu sem skjóta gneistum. Á veiðum eða í ævintýraleit. Það er þó til einskis. Ævintýrin eru handan frumskógarins, sjávarins og strandanna ldettóttu. Langt 'handan við tímann. Eða — bak við augnalokin meðan rándýrið sefur. Köflótti kjóllinn hvílist á herðatré og skómir eru þagnaðir. Á mjórri grein á kyrkingslegu tré úti í garðinum situr ungur þröstur. Hann syngur ekki. Er ástæða til söngs? Það er komið fram yíir jarðarfarar- tíma. Sjónvarpið skín og ljómar eins og altaristafla á sviðinu. Góða stund drottn- ar það og ýsuaugun eru full lotningar. Hversvegna á hún svo erfitt með að samlaðast augunum, orðunum, lotningunni? Ef til vill eiga gluggamir stærstu sökina. Og huliðshjúpurinn yfir augunum. Það tjáir ekki að fást um það. Hún leggst á hvítt lín, lítur snöggvast á köflótta kjólinn, sem hangir lot- legur og nakinn á herðatrénu. Síðan umlykur myrkrið hana, þögult og gljá- andi. Mjög þögult. Stjömur og maurildi dansa í myrkrinu eftir þungu hljómfalli þagnarinnar. Á bak við læðist geigurinn á flókaskóm engu fótataki. Er þama og bíður, einhvem ætlar hann að hremma í nótt. Hún hniprar sig í heitu, hvítu líninu, hlustar á þögnina, sem æpir og öskrar: Það er læst, læst. Þér tekst aldrei að opna. Gólfmotta skaltu verða. Af jörð komstu, af mold komstu, til þess að láta traðka á þér, mergsjúga þig. Auk þess em heimilistæki og þú vildir það sjálf. Til þess hefurðu hend- umar, fætuma, andlitið skiptir ekki máli. Og svo ertu að hugsa um ballet, hlægileg ertu. Það er hlægilegt að hreyfa líkamann eftir tónlist, tilgangslaust og hlægilegt. Þetta er satt, hugsar hún í myrkrinu og hún fær ofbirtu í augun af gljá- anum, dansi maurildanna og stj örnuhröpunum. Öll þessi stjömuhröp. Guði sé lof fyrir stjömuhröpin. Á hvað ætti maður annars að trúa? Konuna dreymir bak við augun, sem loksins eru lögzt til hvíldar. Hana dreymir beinahrúgu. Fleygir beinunum í pott og spyr út í tómið: Hversu 4tmm 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.